Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. júní 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sassuolo búið að kaupa leikmenn fyrir 30 milljónir
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Sassuolo sem leikur í efstu deild á Ítalíu er búið að bæta nokkrum leikmönnum við leikmannahópinn sinn á upphafi sumars.


Félagið er búið að kaupa leikmenn fyrir 30 milljónir evra og undirbýr sig þannig undir að missa mögulega einhverja af sínum lykilleikmönnum sem hafa verið hjá félaginu undanfarin ár.

Domenico Berardi, Gianluca Scamacca, Giacomo Raspadori og Junior Traore eru allir eftirsóttir og miklar líkur á því að einn eða tveir þeirra verði seldir fyrir gluggalok.

Scamacca hefur meðal annars verið orðaður við Arsenal og Inter en Sassuolo er talið vilja 40 milljónir evra fyrir sóknarmanninn.

Sassuolo borgaði mest fyrir Agustin Alvarez sem er 21 árs og kemur frá Penarol í Úrúgvæ fyrir 12 milljónir evra. Hann er 21 árs og skoraði 34 mörk í 89 leikjum í heimalandinu auk þess að skora í fyrsta A-landsleiknum sínum með Úrúgvæ. Hann er eini leikmaðurinn af fimm sem var ekki hjá Sassuolo á síðustu leiktíð.

Félagið er þá einnig búið að festa kaup á Matheus Henrique frá Gremio sem spilaði 26 leiki að láni hjá Sassuolo á síðustu leiktíð. Henrique er 24 ára miðjumaður sem kostar 10 milljónir evra.

Auk þeirra eru Abdou Harroui, Emil Konradsen Ceide og Riccardo Ciervo komnir til félagsins eftir að hafa verið á láni. 

Sassuolo endaði í 11. sæti Serie A á síðustu leiktíð með 50 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner