Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 28. júní 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Watford losar Elliot og King
Josh King
Josh King
Mynd: EPA
Enska félagið Watford staðfesti í dag að Joshua King og Rob Elliot hefðu yfirgefið herbúðir félagsins. Watford féll úr úrvalsdeildinni í vor.

King er þrítugur sóknarmaður sem var að klára fyrra árið sitt á tveggja ára samningi. Hann kom frá Everton síðasta sumar en verður ekki með Watford í Championship-deildinni. King skoraði fimm mörk í 32 leikjum í úrvalsdeildinni í vetur.

Rob Elliot er 36 ára gamall markvörður sem gekk í raðir Watford í fyrra. Elliot var að ljúka fyrra ári sínu á samningi hjá félaginu en yfirmaður íþróttamála hjá félaginu segir að Elliot sé líklega að leggja skóna á hilluna.

Andre Gray, Ben Foster, Juraj Kucka, Nicolas N'Koulou, Cucho Hernandez og Philip Zinckernagel hafa einnig yfirgefið Watford eftir að síðasta tímabil kláraðist.
Athugasemdir
banner
banner
banner