PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Kveðjuleikur Viktors Bjarka: Erfitt að kveðja - Stærra verkefni sem bíður
Rúnar Kristins: Maður fær ekki alltaf það sem maður á skilið
„Litum út fyrir að vera algjörir neðri deildar leikmenn að bíða eftir að komast í eitthvað Domino's tilboð"
Magnús Már: Hef svo ótrúlega trú á þessum hóp og þessum strákum
Arnar staðfestir áhuga á Guðmundi Andra: Við höfum talað við hann
Halli Hróðmars: Mér er drullusama fyrir hverjum ég tapa
Liam öðruvísi leikmaður en faðir sinn - „Ég er bara með markanef"
Dragan: Ekki nóg að þrír séu góðir af ellefu
Fullkomin byrjun Óla Hrannars: Góðir fótboltamenn og líka harðduglegir
Árni Freyr: Við lítum á þetta sem tvö töpuð stig
Chris Brazell: Ég þarf að horfa á sjálfan mig og reyna að bæta mig
Siggi Höskulds: Þessi leikur mjög nálægt því að ráðast á einhverjum að renna
Úlfur: Í seinni hálfleik þá fannst mér miklu meiri orka og fókus
Óli Kristjáns: Gerast verri hlutir í lífinu
Pétur Péturs: Hún er ekki lengur efnileg
Arnar Grétars: Þetta var í rauninni í alla staði mjög skrítið
Eru í þessu til að berjast um titla - „Planar ekki að skora úr hornspyrnu"
Jóhann Kristinn: Ræðst á einhverju rugli í restina
Írena skoraði beint úr hornspyrnu - „Búin að vera reyna þetta"
Steinar Þorsteins: Nýbúinn að fá krampa og heppinn að drífa á markið
banner
   fös 28. júní 2024 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Ástbjörn Þórðarson.
Ástbjörn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ógeðslega sætt," sagði Ástbjörn Þórðarson, hetja FH, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Ástbjörn átti virkilega góðan leik í hægri bakverðinum og skoraði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

„Þetta var strembinn sigur en það var gott að þetta hafðist. Mér fannst við byrja mjög vel, spila vel í byrjun og við fengum mark. Í seinni hálfleik vorum við aðeins meira að verjast en mér fannst við gera það vel. Þeir fengu ekki mörg færi."

„Það var mikill kraftur í okkur og við vorum búnir að æfa vel. Heimir lætur okkur æfa alveg nóg. Við erum á tánum."

Ástbjörn hefur fest sig í sessi í stöðu hægri bakvarðar hjá FH á þessu tímabili og tekið því hlutverki vel. Hann var orðaður við KR fyrir tímabilið en endaði á því að vera áfram í FH.

„Ég er sáttur en ég veit að ég get alltaf meira," sagði Ástbjörn. „Ég er að reyna að skila traustinu til baka. Ég las þetta (um áhuga KR) bara á Fótbolta.net eins og þú. Ég var aldrei var við þetta og það var ekki neitt þar held ég."

„Við ætlum bara að halda áfram. Við eigum nokkra heimaleiki núna og það á að vera leiðinlegt að koma hingað."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner