Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
   fös 28. júní 2024 22:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaplakrika
Reynir að þakka traustið - „Heimir lætur okkur æfa alveg nóg"
Ástbjörn Þórðarson.
Ástbjörn Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var ógeðslega sætt," sagði Ástbjörn Þórðarson, hetja FH, eftir 1-0 sigur gegn Breiðabliki í Bestu deildinni í kvöld.

Ástbjörn átti virkilega góðan leik í hægri bakverðinum og skoraði sigurmarkið.

Lestu um leikinn: FH 1 -  0 Breiðablik

„Þetta var strembinn sigur en það var gott að þetta hafðist. Mér fannst við byrja mjög vel, spila vel í byrjun og við fengum mark. Í seinni hálfleik vorum við aðeins meira að verjast en mér fannst við gera það vel. Þeir fengu ekki mörg færi."

„Það var mikill kraftur í okkur og við vorum búnir að æfa vel. Heimir lætur okkur æfa alveg nóg. Við erum á tánum."

Ástbjörn hefur fest sig í sessi í stöðu hægri bakvarðar hjá FH á þessu tímabili og tekið því hlutverki vel. Hann var orðaður við KR fyrir tímabilið en endaði á því að vera áfram í FH.

„Ég er sáttur en ég veit að ég get alltaf meira," sagði Ástbjörn. „Ég er að reyna að skila traustinu til baka. Ég las þetta (um áhuga KR) bara á Fótbolta.net eins og þú. Ég var aldrei var við þetta og það var ekki neitt þar held ég."

„Við ætlum bara að halda áfram. Við eigum nokkra heimaleiki núna og það á að vera leiðinlegt að koma hingað."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir