Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   mið 28. júlí 2021 12:30
Elvar Geir Magnússon
King Power leikvangurinn stækkaður
Leicester hefur tilkynnt áætlanir um að stækka King Power leikvanginn og bæta við 8 þúsund sætum í austurstúkuna.

Eftir breytingar mun völlurinn þá taka 40 þúsund áhorfendur og verður 10. stærsti leikvangur í ensku úrvalsdeildinni.

Áætlað er að byggja einnig 220 herbergja hótel við leikvanginn og sérstakt afþreyingarsvæði.

Að meðaltali 32.021 áhorfendur mættu á heimaleiki Leicester þegar liðið varð Englandsmeistari 2015-16 tímabilið. Á síðasta tímabili vann Leicester FA-bikarinn.
Athugasemdir
banner