Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 28. júlí 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir í dag - Argentína og Þýskaland geta dottið út
Maximilian Arnold er fyrirliði þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum.
Maximilian Arnold er fyrirliði þýska landsliðsins á Ólympíuleikunum.
Mynd: EPA
Lokaumferð riðlakeppni Ólympíuleikanna fer fram innan skamms og er mikið af afar spennandi viðureignum á dagskrá.

Veislan byrjar í D-riðli þar sem Þýskaland þarf að sigra sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar til að komast upp ásamt Brasilíu.

Næst hefjast leikir í B-riðli þar sem afar óvanaleg staða er komin upp því öll fjögur liðin eru með þrjú stig. Suður-Kórea leiðir á bestu markatölunni og deilir Hondúras öðru sætinu með Nýja-Sjálandi.

Þegar þessum fjórum leikjum er lokið fer C-riðillinn af stað en þar er risa úrslitaleikur á milli Spánar og Argentínu. Argentína þarf sigur en Spánverjum nægir jafntefli til að komast áfram. Ástralía mætir þá Egyptalandi og getur tryggt sig áfram með sigri.

Að lokum þurfa Frakkar líklegast að vinna stórsigur gegn Japan í A-riðli eða treysta á að Mexíkó mistakist að leggja Suður-Afríku að velli.

Leikir dagsins:
08:00 Þýskaland - Fílabeinsströndin
08:00 S-Arabía - Brasilía
08:30 Rúmenía - N-Sjáland
08:30 S-Kórea - Hondúras
11:00 - Ástralía - Egyptaland
11:00 Spánn - Argentína
11:30 Frakkland - Japan
11:30 S-Afríka - Mexíkó
Athugasemdir
banner
banner
banner