Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júlí 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Burnley fær Vitinho frá Belgíu (Staðfest)
Mynd: Burnley
Burnley hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi tímabil í ensku Championship deildinni. Burnley féll úr úrvalsdeildinni og mætir með mikið breytt lið í nýtt tímabil sem hefst á morgun.

Í dag var greint frá því að félagið hefði krækt í brasilíska varnarmanninn Vitinho frá Cercle Brugge. Vitinho skrifar undir fjögurra ára samning og er kaupverðið óuppgefið.

Vitinho er 23 ára hægri bakvörður sem var í stóra landsliðsúrtakinu hjá Brasilíu fyrir HM í Rússlandi en var að lokum ekki valinn í lokahópinn.

Hann fór til Belgíu frá Brasilíu árið 2018 og á að baki leiki með U20 landsliði Brasilíu.

Vitinho er tíundi leikmaðurinn sem Burnley fær inn í sumar. Tíu hafa komið inn og tíu hafa haldið annað í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner