Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. júlí 2022 20:16
Ívan Guðjón Baldursson
Neville um Kounde: Veit hann að Barca mun ekki borga?
Mynd: Getty Images

Það hefur verið mikið rætt og ritað um fjármál FC Barcelona í sumar þar sem félagið hefur farið í afar óhefðbundnar fjármögnunaraðgerðir til að geta keypt nýja leikmenn.


Barcelona er gríðarlega skuldsett félag en hefur þrátt fyrir það eytt rúmum 160 milljónum evra til að kaupa nýja leikmenn í sumar, án þess að telja undirskriftarbónusa og launapakka.

Barca staðfesti kaup á franska landsliðsmanninum Jules Kounde fyrr í dag og ákvað enski sparkspekingurinn Gary Neville að tjá sig um félagsskiptin.

Neville hefur verið harðorður í garð Barca í sumar og var ekki að spara sig á Twitter í dag þar sem hann vísaði í félagsskiptamál Frenkie de Jong.

Barca er talið vilja selja De Jong til Manchester United, en spænska stórveldið skuldar honum fleiri milljónir evra í ógoldinn launakostnað. De Jong segist ekki vilja fara til Manchester og hafa fjölmiðlar spurt sig hvort það sé af hræðslu við að missa af hluta af launum sínum frá Barca.

„Veit hann að hann fær ekki öll launin sín greidd ef félagið vill losa sig við hann??" skrifaði Neville á Twitter.

Kounde hafnaði Chelsea til að ganga til liðs við Barcelona, líkt og brasilíski kantmaðurinn Raphinha og danski varnarmaðurinn Andreas Christensen. Þá er einnig talið að Robert Lewandowski og Franck Kessie hafi staðið til boða að ganga í raðir Chelsea en þeir völdu Barca.


Athugasemdir
banner
banner