Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 28. júlí 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tottenham lánar Scarlett til Portsmouth (Staðfest)

Hinn 18 ára gamli Dane Scarlett hefur verið lánaður til Portsmouth frá Tottenham. Portsmouth leikur í þriðju efstu deild á Englandi.


Scarlett er framherji en hann hefur fengið tækifæri í tíu leikjum á síðustu tveimur tímabilum með Tottenham án þess að ná að skora.

Hann hefur hins vegar verið iðinn við kolann með yngri landsliðum Englands þar sem hann hefur skorað 15 mörk í 17 leikjum. Þar af 12 mörk í 14 leikjum fyrir u19 ára landsliðið.

Scarlett er annar leikmaður Tottenham sem skrifar undir hjá Portsmouth í sumar en Joshua Oluwayemi gekk til liðs við félagið frítt frá Tottenham.


Athugasemdir
banner