Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. ágúst 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Arna Sif um ákvörðunina að fara í Val - „Ég var nær því að fara út aftur"
Arna Sif Ásgrímsdóttir með bikarinn í gær
Arna Sif Ásgrímsdóttir með bikarinn í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir samdi við Val fyrir leiktíðina eftir að hafa spilað fyrir skoska félagið Glasgow en hún var nær því að fara aftur út en að semja við íslenskt félag.

Hún gekk í raðir Vals í nóvember á síðasta ári frá Þór/KA en hún hafði verið á láni hjá Glasgow.

Það stóð til að vera áfram í atvinnumennsku en hún ákvað að stökkva á tilboðið frá Val og sér alls ekki eftir því.

Arna hefur myndað magnað miðvarðarpar með Mist Edvarsdóttur og í gær fagnaði hún bikarmeistaratitli með Valskonum.

„Ég var að ræða þetta við kærastann minn síðast í gær hvað þetta var góð ákvörðun hjá mér. Ég var nær því að fara út aftur og þar hefði maður kannski ekki verið eins sýnileg. Mér finnst ég hafa fittað vel inn í þetta Valslið og þekki margar og spilað með þeim áður. Þetta hefur verið heillaskref fyrir mig og líður vel í Val," sagði Arna við Fótbolta.net.

Valur er einnig í bílstjórasætinu um Íslandsmeistaratitilinn en þegar fimm leikir eru eftir er Valur á toppnum með 32 stig, fjórum meira en Breiðablik sem er í öðru sæti.

Arna Sif átt eftirminnilega viku -„Þetta er bara lífið"
Athugasemdir
banner
banner