Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. september 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Carragher: Þið eruð að eyðileggja fótboltann fyrir alla
Ekki sáttur.
Ekki sáttur.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sérfræðingur Sky Sports, er afar ósáttur með vitaspyrnuna sem Newcastle fékk undir lokin í 1-1 jafntefli gegn Tottenham í gær.

Hendi var dæmd á Eric Dier í viðbótartíma og Callum Wilson jafnaði úr vítaspyrnunni sem var dæmd með hjálp VAR. Carragher er ósáttur við það hvernig reglurnar með hendi eru í dag.

„Þetta er algjör skömm og algjört grín. Stuðningsmenn Newcastle verða hæstánægðir en allir aðrir á landinu segja það sama og ég er að segja og hugsa," sagði Carragher.

„Eric Dier er að hoppa upp í boltann. Hann hefur ekki hugmynd um hvar hendurnar eru, þær eru hálfan meter frá boltanum og boltinn fer í höndina. Hann hefur ekki hugmynd um hvað er í gangi."

„ÞEtta er grín. Hvort sem enska úrvalsdeildin, enska knattspyrnusambandið, FIFA, Collina eða hver sem stjórnar þessu, stoppið þetta. Þið eruð að eyðileggja fótboltann fyrir alla. Þetta er algjört grín."

Athugasemdir
banner
banner
banner