
Á laugardaginn klukkan 16:00 mætast Vestri og Afturelding í úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar. Leikið verður til þrautar á Laugardalsvelli og mun sigurliðið komast upp í Bestu deildina.
Leikurinn hefur fengið gælunafnið '50 milljóna króna leikurinn' en búið er að reikna út að sigurliðið muni fá 50 milljónir aukalega í tekjur með því að komast upp.
Leikurinn hefur fengið gælunafnið '50 milljóna króna leikurinn' en búið er að reikna út að sigurliðið muni fá 50 milljónir aukalega í tekjur með því að komast upp.
Í þessu stutta innslagi sem sjá má í spilaranum hér að neðan hitar skemmtikrafturinn Hjálmar Örn upp fyrir leikinn.
Þar má meðal annars sjá verðlaunagripinn sem sigurlið umspilsins mun hljóta.
Athugasemdir