Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   lau 28. september 2024 16:58
Kári Snorrason
Maggi hágrét í leikslok: Búinn að hugsa um þessa stund í mörg ár
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding leika í efstu deild karla í fyrsta sinn á næsta ári. Liðið lék gegn Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni. Leikar enduðu með 1-0 sigri Aftureldingar og tryggðu sér þar með sæti í Bestu-deildinni. Magnús Már þjálfari Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Afturelding

„Æðisleg tilfinning að fagna hérna fyrir framan Mosfellsbæ. Ég var hágrátandi í leikslok af gleði. Langþráðu takmarki náð. "

Magnús er uppalinn í Aftureldingu.

„Fyrir 25 árum þegar ég byrjaði að fylgjast með þessu þá var liðið í neðstu deild. Síðan þá hefur ótrúlega mikið af fólki hjálpað til að koma liðinu hærra."


„Augnablikið þegar lokaflautið kom, er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma.
Ég er búinn að hugsa um þessa stund í mörg ár."


Afturelding lék til úrslita í fyrra en tapaði gegn Vestra

„Það styrkti okkur. Í dag er ég þakklátur fyrir að hafa tapað í fyrra. Við erum búnir að læra ótrúlega mikið á þessu eina ári.
Ég held að félagið í heild sinni sé miklu tilbúnara að fara upp en fyrir ári síðan."


Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner