
Afturelding leika í efstu deild karla í fyrsta sinn á næsta ári. Liðið lék gegn Keflavík í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni. Leikar enduðu með 1-0 sigri Aftureldingar og tryggðu sér þar með sæti í Bestu-deildinni. Magnús Már þjálfari Aftureldingar mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 1 Afturelding
„Æðisleg tilfinning að fagna hérna fyrir framan Mosfellsbæ. Ég var hágrátandi í leikslok af gleði. Langþráðu takmarki náð. "
Magnús er uppalinn í Aftureldingu.
„Fyrir 25 árum þegar ég byrjaði að fylgjast með þessu þá var liðið í neðstu deild. Síðan þá hefur ótrúlega mikið af fólki hjálpað til að koma liðinu hærra."
„Augnablikið þegar lokaflautið kom, er eitthvað sem maður mun aldrei gleyma.
Ég er búinn að hugsa um þessa stund í mörg ár."
Afturelding lék til úrslita í fyrra en tapaði gegn Vestra
„Það styrkti okkur. Í dag er ég þakklátur fyrir að hafa tapað í fyrra. Við erum búnir að læra ótrúlega mikið á þessu eina ári.
Ég held að félagið í heild sinni sé miklu tilbúnara að fara upp en fyrir ári síðan."
Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir