Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   mið 28. október 2020 16:30
Elvar Geir Magnússon
Barcelona er komið með forseta til bráðabirgða
Carlos Tusquets er nýr forseti Barcelona til bráðabirgða eftir að Josep Maria Bartomeu steig af stórli í gær.

Tusquets verður í forsetastólnum næstu mánuði eða þar til foesetakosningar fara fram snemma á næsta ári.

Tusquets er margreyndur viðskiptamaður en talið er að hann tengist um 55 fyrirtækjum.

Hann hefur oft verið nefndur sem hugsanlegur foseti Barcelona en hefur aldrei ákveðið að sækjast eftir stöðunni.

Hann mun nú skoða fjárhagsstöðu félagsins og taka ákvörðun um hvernig takast á við fyrirhugaðar launalækkanir.


Athugasemdir
banner
banner