Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 28. október 2022 13:53
Elvar Geir Magnússon
Þorri Stefán með tvö aukaspyrnumörk í sigri U17
Íslenska liðið komið í milliriðil
Frá æfingu U17 landsliðsins.
Frá æfingu U17 landsliðsins.
Mynd: KSÍ
Íslenska U17 landsliðið hefur unnið báða leiki sína til þessa í fyrstu umferð undankeppni EM 2023. Í dag vann liðið 3-1 sigur gegn Lúxemborg.

Á sama tíma rúllaði Frakkland yfir Norður-Makedónu og því ljóst að Ísland og Frakkland komast upp úr riðlinum og í milliriðla sem fram fara í vor.

Ísland og Frakkland mætast klukkan 12 á mánudaginn en riðillinn er allur leikinn í Norður-Makedóníu.

Daníel Tristan Guðjohnsen kom Íslandi yfir í dag á 47. mínútu en Lúxemborg, sem fékk nokkur stórhættuleg færi í leiknum, jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar.

En það var Þorri Stefán Þorbjörnsson, leikmaður FH, sem reyndist hetja íslenska liðsins en hann skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnum á 70. og 74. mínútu. Í báðum tilfellum hafði verið brotið á Daníel.



Athugasemdir
banner
banner