Íslenska liðið komið í milliriðil
Íslenska U17 landsliðið hefur unnið báða leiki sína til þessa í fyrstu umferð undankeppni EM 2023. Í dag vann liðið 3-1 sigur gegn Lúxemborg.
Á sama tíma rúllaði Frakkland yfir Norður-Makedónu og því ljóst að Ísland og Frakkland komast upp úr riðlinum og í milliriðla sem fram fara í vor.
Ísland og Frakkland mætast klukkan 12 á mánudaginn en riðillinn er allur leikinn í Norður-Makedóníu.
Á sama tíma rúllaði Frakkland yfir Norður-Makedónu og því ljóst að Ísland og Frakkland komast upp úr riðlinum og í milliriðla sem fram fara í vor.
Ísland og Frakkland mætast klukkan 12 á mánudaginn en riðillinn er allur leikinn í Norður-Makedóníu.
Daníel Tristan Guðjohnsen kom Íslandi yfir í dag á 47. mínútu en Lúxemborg, sem fékk nokkur stórhættuleg færi í leiknum, jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar.
En það var Þorri Stefán Þorbjörnsson, leikmaður FH, sem reyndist hetja íslenska liðsins en hann skoraði tvö mörk beint úr aukaspyrnum á 70. og 74. mínútu. Í báðum tilfellum hafði verið brotið á Daníel.
🔥 U17 karla tryggði sér rétt í þessu sæti í milliriðlum undankeppni EM 2023 með 3-1 sigri gegn Lúxemborg!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 28, 2022
✅ A spot in the Elite Round of qualifying for EURO 2023.#fyririsland pic.twitter.com/gli0lEGjLE
Athugasemdir