Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. nóvember 2019 22:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Vil að hann muni eftir hinum 92 mínútunum
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Di'Shon Bernard lék sinn fyrsta leik.
Di'Shon Bernard lék sinn fyrsta leik.
Mynd: Getty Images
„Við erum vonsviknir með úrslitin, en það er klárlega eitthvað jákvætt í þessu," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, eftir 2-1 tap gegn Astana frá Kasakstan í Evrópudeildinni á þessum fimmtudegi.

Solskjær mætti með mjög ungt lið til leiks þar sem United var búið að tryggja sig áfram fyrir leikinn.

Dishon Bernard, Dylan Levitt og Ethan Laird spiluðu allir sinn fyrsta leik með United í dag.

Byrjunarlið Man Utd: Grant, Laird, Tuanzebe, Bernard, Shaw, Levitt, Garner, Gomes, Lingard, Chong, Greenwood.

„Mér fannst við byrja leikinn frábærlega," sagði Solskjær. „Strákarnir tóku stjórn á leiknum, en mér fannst við líka bregðast vel við þegar þeir komust yfir."

„Ég var vonsvikinn með 10 mínútna kaflann (þegar Astana jafnaði og komst yfir). Þú fannst að pressan var á leiðinni, en mér fannst strákarnir þrír sem voru að spila sinn fyrsta leik standa sig frábærlega. Allir voru þeir stórkostlegir."

„Þessi hópur er mjög þéttur og það er hægt að sjá að þeir hafa spilað saman og ferðast saman. Það hefur allt verið frábært, það er bara leiðinlegt að þeir hafi ekki unnið því mér fannst og þeir hafi átt það skilið."

Hinn 19 ára gamli Di'Shon Bernard spilaði í hjarta varnarinnar, en hann skoraði sjálfsmark. Solskjær vill ekki að hann hugsi of mikið um það.

„Hann mun muna eftir markinu úr fyrsta leiknum, en ég vil að hann muni eftir hinum 92 mínútunum og öllum hinum snertingunum sem hann átti."

„Hann var frábær, hann varðist vel og bjargaði nokkrum sinnum á síðustu stundu. Stundum klúðra sóknarmenn færum og varnarmenn gera sjálfsmörk, það er að hluta til óheppni."

„Hann gerði mjög vel, þess vegna vil ég að hann muni eftir leiknum."

Hollendingurinn Tahith Chong klúðraði algjöru dauðafæri stuttu áður en Astana jafnaði.

Um það sagði Solskjær: „Enginn framherji eða sóknarmaður á að hafa áhyggjur af því að klúðra færum. Þetta er hluti af því að fullorðnast. Ég held að ég hafi einhvern tímann klúðrað færi."

Þá hrósaði Solskjær einnig Jesse Lingard sem var fyrirliði í dag. Lingard skoraði mark United í leiknum.

„Markið hans var stórkostlegt og frammistaða hans var í hæsta klassa. Hann leiddi liðið áfram og var frábær í búningsklefanum alla ferðina. Hann má vera stoltur," sagði norski knattspyrnustjórinn um Lingard.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner