Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   lau 28. nóvember 2020 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bielsa fannst leikurinn mjög skemmtilegur
„Þetta var mjög skemmtilegur leikur," sagði Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, eftir 1-0 útisigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni.

Það er rétt hjá Bielsa, leikurinn var mjög fjörugur. Bæði lið fengu fullt af færum, en Leeds stóð uppi sem sigurvegari. Brasilíumaðurinn Raphinha gerði eina mark leiksins á 79. mínútu.

„Úrslitin voru sanngjörn. Frammistaðan liðsins var mjög ásættanleg. Það var mjög erfitt að verjast framherjum þeirra sem eru mjög góðir."

„Raphinha er búinn að vera mjög fljótur að aðlagast ensku úrvalsdeildinni. Victor (Orta, sem sér um leikmannakaup Leeds) bjóst við því að hann væri karakter til að spila í deildinni. Það var rétt hjá honum að velja hann."

Raphina gekk í raðir Leeds frá Rennes í Frakklandi í síðasta leikmannaglugga. Markið í dag var hans fyrsta í deildinni.
Athugasemdir
banner