Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 28. nóvember 2022 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM: Fernandes allt í öllu hjá Portúgölum
Mynd: EPA

Portúgal 2 - 0 Úrúgvæ
1-0 Bruno Fernandes ('54 )
2-0 Bruno Fernandes ('90 , víti)

Portúgal vann Úrúgvæ í H riðli og tryggði sér í leiðinni sæti í 16 liða úrslitum.


Fyrri hálfleikurinn var nokkuð tíðindalítill en Portúgal var þó ívið sterkari aðilinn. 

Það skilaði sér eftir 9. mínútna leik í síðari hálfleik þegar Bruno Fernandes átti fyrirgjöf sem ætluð var Cristiano Ronaldo. Hann hitti ekki boltann en það kom ekki að sök þar sem hann endaði í færhorninu og Portúgal komið með forystuna.

Rétt áður en Fernandes skoraði kom upp atvik þar sem maður hljóp inn á völlinn með regbogafána í annarri hendinni. Yfirvöld í Katar samþykkja ekki sambönd samkynhneigðra og banna baráttu samkynhneiðgra.

Leikmenn Úrúgvæ komu sterkir til baka eftir að hafa lent undir. Luis Suarez og Facundo Pallestri komu meðal annars sterkir af bekknum en það var hins vegar Portúgal sem átti síðasta tækifærið.

Eftir skoðun í VAR var hendi dæmd á Gimenez inn í teig og vítaspyrna dæmd. Bruno Fernandes steig á punktinn og skoraði og gulltryggði liðinu sæti í 16 liða úrslitin.

Bruno var nálægt því að skora þrennuna en skot hans á loka sekúndum leiksins hafnaði í stönginni.


Athugasemdir
banner
banner
banner