Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   þri 28. nóvember 2023 10:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styrktarþjálfarinn Arnór Snær framlengir í Noregi
Arnór Snær Guðmundsson.
Arnór Snær Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Styrktarþjálfarinn Arnór Snær Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan samning við norska félagið Sandefjord. Nýi samningurinn gildir til ársins 2027.

Arnór, sem er þrítugur, lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum eftir að hafa spilað fyrir Aftureldingu, Kára og ÍA.

Hann gerðist svo bæði aðstoðar- og styrktarþjálfari ÍA í kjölfarið en hefur undanfarin ár starfað í Noregi. Hann var fyrst hjá Bodö/Glimt en færði sig svo yfir til Sandefjord.

Hann er einnig styrktarþjálfari íslenska landsliðsins.

Í yfirlýsingu Sandefjord er vitnað í Arnór þar sem hann fagnar því að hafa skrifað undir nýjan samning. Starf hans verður víðtækara núna þar sem hann mun einnig vinna með akademíunni. Hann hefur fulla trú á því að Sandefjord geti komist í fremstu röð í Noregi.
Athugasemdir
banner
banner
banner