De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Mótið er nýbyrjað og fullt af stigum eftir
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fös 28. desember 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Björn Daníel: Flott skilaboð frá Frikka Dór sannfærðu mig
Ræddi líka við Val
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Björn Daníel skrifar undir í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Björn Daníel fagnar í leik með FH árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég er virkilega glaður að vera kominn heim í Krikann aftur," sagði Björn Daníel Sverrisson eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning við uppeldisfélag sitt FH í dag.

Björn Daníel yfirgaf danska félagið AGF á dögunum en Íslandsmeistarar Vals vildu einnig fá hann í sínar raðir.

„Það er ekkert leyndarmál að þeir vildu fá mig líka. Ég hef sagt það tvöhundruð sinnum áður að fótboltinn er vinnan mín og ég þurfti að skoða allt sem var í boði. Ég er mjög sáttur við hvernig FH lét verkin tala."

„FH var alltaf fyrsti kostur. Að sjálfsögðu skiptu launin einhverju máli en þetta var þannig að ef þetta myndi enda í því sama þá var FH alltaf fyrsti kostur. Ég er FH-ingur, spilaði hérna í mörg ár og vildi koma aftur hingað og vinna titla. Ég vildi vera hluti af því sem er verið að byggja upp hérna."


Meðal þeirra sem sannfærðu Björn um að velja FH var tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson.

„Ég átti góð samtöl við þá sem stjórna hérna og fékk flott skilaboð frá Frikka Dór sem sannfærðu mig," sagði Björn Daníel léttur í bragði.

„Hann sagði að nú væri kominn tími til að gera þetta að ennþá meira stórveldi og skilja eftir sig arfleið hérna. Ég tók hann á orðinu. Ég ætla að koma heim og gera eins vel og ég get."

FH endaði í 5. sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar en stefnan er sett hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu var þetta vonbrigða tímabil og stefnan hjá FH er að gera töluvert betur en á síðasta tímabili," sagði Björn Daníel.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner