Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 29. janúar 2019 12:10
Magnús Már Einarsson
Arnþór Ari: Búinn að merkja þetta á dagatalið mitt
Arnþór Ari gekk í raðir HK um helgina.
Arnþór Ari gekk í raðir HK um helgina.
Mynd: Heimasíða HK
Arnþór Ari Atlason í leik með Blikum.
Arnþór Ari Atlason í leik með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á það sem er að gerast í klúbbnum. Það er mikill upgangur og aðstaðan er örugglega sú besta á Íslandi. Hópurinn er virkilega flottur og það er góð stemning. Þjálfararnir Brynjar og Viktor hafa verið að gera góða hluti ég tel að þetta sé rétt skref fyrir minn feril að fara þangað, gera góða hluti með HK og festa liðið í sessi í Pepsi-deildinni," sagði Arnþór Ari Atlason við Fótbolta.net í dag.

Arnþór Ari samdi um helgina við nýliða HK í Pepsi-deildinni en hann kemur til félagsins frá nágrönnunum í Breiðabliki. Breiðablik samþykkti tilboð í Arnþór fyrir áramót en nokkur félög höfðu áhuga á honum.

„Þetta tók full langan tíma. Ég var kominn í skrýtna aðstöðu. Ég skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik í fyrra en síðan ákváðu þeir að losa mig eins og gengur og gerist í fótbolta. Ég var ekki sammála þeirri ákvörðun fyrst og það tók smá tíma að kyngja þeirri ákvörðun.," sagði Arnþór.

„Ég fór síðan að skoða möguleikana sem voru í boði og ég tók mjög góðan tíma í að velja besta kostinn. Ég held að ég hafi gert það með því að velja HK og ég er spenntur að fara á fullt með þeim."

„Hópurinn er geggjaður og það spilaði stórt hlutverk í að ég valdi HK. Ég kannast við nánast alla í liðinu og þetta eru skemmtilegir strákar á mínum aldri. Ég held að það sé lykill að því að við stöndum okkur vel í sumar að það er góð stemning í liðinu."


Aftur á miðjuna
Arnþór hefur mest spilað á miðjunni á ferlinum en á síðasta tímabili var hann talsvert á hægri kantinum hjá Breiðabliki. Arnþór býst við að spila á miðjunni hjá HK.

„Ég reikna með að fara aftur í mína stöðu á miðjuna, hvort sem það verður sem átta eða tía. Það kemur í ljós," sagði Arnþór sem segir erfitt að yfirgefa Breiðablik.

„Það var mjög erfitt og að einhverju leyti leiðinlegt. Ég er búinn að kynnast frábæru fólki í kringum liðið og í liðinu. Ég er búinn að vera þarna í fjögur ár og líða mjög vel. Það er erfitt að fara en ég er spenntur að takast á við nýtt verkefni í efri byggðum Kópavogs."

Spenntur fyrir grannaslögunum
Arnþór bíður spenntur eftir að mæta gömlu félögunum í Breiðabliki í nágrannaslögum í Pepsi-deildinni í sumar.

„Það verður geggjað. Ég er búinn að taka frá dagsetningarnar. Leikdagarnir eru 4. maí og 7. júlí. Ég er strax búinn að merkja það á dagatalið mitt. Ég tek vel á móti þeim í Kórnum 4. maí og fer svo aftur á Kópavogsvöll 7. júlí. Það verður mjög skemmtilegt og ég hlakka til að taka almennilega á þeim," sagði Arnþór Ari að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir