Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Guðni meyr: Stoltur að því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
   þri 29. janúar 2019 12:10
Magnús Már Einarsson
Arnþór Ari: Búinn að merkja þetta á dagatalið mitt
Arnþór Ari gekk í raðir HK um helgina.
Arnþór Ari gekk í raðir HK um helgina.
Mynd: Heimasíða HK
Arnþór Ari Atlason í leik með Blikum.
Arnþór Ari Atlason í leik með Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líst vel á það sem er að gerast í klúbbnum. Það er mikill upgangur og aðstaðan er örugglega sú besta á Íslandi. Hópurinn er virkilega flottur og það er góð stemning. Þjálfararnir Brynjar og Viktor hafa verið að gera góða hluti ég tel að þetta sé rétt skref fyrir minn feril að fara þangað, gera góða hluti með HK og festa liðið í sessi í Pepsi-deildinni," sagði Arnþór Ari Atlason við Fótbolta.net í dag.

Arnþór Ari samdi um helgina við nýliða HK í Pepsi-deildinni en hann kemur til félagsins frá nágrönnunum í Breiðabliki. Breiðablik samþykkti tilboð í Arnþór fyrir áramót en nokkur félög höfðu áhuga á honum.

„Þetta tók full langan tíma. Ég var kominn í skrýtna aðstöðu. Ég skrifaði undir þriggja ára samning við Breiðablik í fyrra en síðan ákváðu þeir að losa mig eins og gengur og gerist í fótbolta. Ég var ekki sammála þeirri ákvörðun fyrst og það tók smá tíma að kyngja þeirri ákvörðun.," sagði Arnþór.

„Ég fór síðan að skoða möguleikana sem voru í boði og ég tók mjög góðan tíma í að velja besta kostinn. Ég held að ég hafi gert það með því að velja HK og ég er spenntur að fara á fullt með þeim."

„Hópurinn er geggjaður og það spilaði stórt hlutverk í að ég valdi HK. Ég kannast við nánast alla í liðinu og þetta eru skemmtilegir strákar á mínum aldri. Ég held að það sé lykill að því að við stöndum okkur vel í sumar að það er góð stemning í liðinu."


Aftur á miðjuna
Arnþór hefur mest spilað á miðjunni á ferlinum en á síðasta tímabili var hann talsvert á hægri kantinum hjá Breiðabliki. Arnþór býst við að spila á miðjunni hjá HK.

„Ég reikna með að fara aftur í mína stöðu á miðjuna, hvort sem það verður sem átta eða tía. Það kemur í ljós," sagði Arnþór sem segir erfitt að yfirgefa Breiðablik.

„Það var mjög erfitt og að einhverju leyti leiðinlegt. Ég er búinn að kynnast frábæru fólki í kringum liðið og í liðinu. Ég er búinn að vera þarna í fjögur ár og líða mjög vel. Það er erfitt að fara en ég er spenntur að takast á við nýtt verkefni í efri byggðum Kópavogs."

Spenntur fyrir grannaslögunum
Arnþór bíður spenntur eftir að mæta gömlu félögunum í Breiðabliki í nágrannaslögum í Pepsi-deildinni í sumar.

„Það verður geggjað. Ég er búinn að taka frá dagsetningarnar. Leikdagarnir eru 4. maí og 7. júlí. Ég er strax búinn að merkja það á dagatalið mitt. Ég tek vel á móti þeim í Kórnum 4. maí og fer svo aftur á Kópavogsvöll 7. júlí. Það verður mjög skemmtilegt og ég hlakka til að taka almennilega á þeim," sagði Arnþór Ari að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner