Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. janúar 2020 09:50
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill Maxi Gomez - Piatek vill fara til Spurs
Powerade
Maxi Gomez, sóknarmaður Valencia.
Maxi Gomez, sóknarmaður Valencia.
Mynd: Getty Images
Sheffield United vill fá Sander Berge.
Sheffield United vill fá Sander Berge.
Mynd: Getty Images
Cedric Soares.
Cedric Soares.
Mynd: Getty Images
Edinson Cavani.
Edinson Cavani.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fernandes, Rodrigo, Aubameyang, Berge, Piatek, Mari, Sane og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Barcelona ákvað á síðustu stundu að gera tilboð í Bruno Fernandes (24) hjá Sporting Lissabon en skarst of seint í leikinn. Þá vildi Barcelona ganga frá greiðslum síðar en hentaði Sporting. (Mirror)

Barcelona hefur gefist upp í að reyna að fá spænska sóknarmanninn Rodrigo (28) frá Valencia þar sem kröfur Valencia eru of háar. (Standard)

Manchester United ætlar að reyna að fá úrúgvæska sóknarmanninn Maxi Gomez (23) hjá Valencia í sumar. Leikmaðurinn hefur skorað átta mörk í La Liga í vetur. (Cadena Ser)

Arsenal mun ekki leyfa Pierre-Emerick Aubameyang (30) að fara fyrir minna en 50 milljónir punda. Barcelona hefur sýnt honum áhuga. (Express)

Sheffield United er eina félagið sem hefur gert tilboð í norska miðjumanninn Sander Berge (21) hjá Genk. Viðræður standa yfir. (Mail)

Sheffield United er einnig í viðræðum um hollenska framherjann Richairo Zivkovic (23) sem er hjá Changchun Yatai í Kína. (Sun)

Pólski framherjinn Krzysztof Piatek (24) vill yfirgefa AC Milan og ganga í raðir Tottenham áður en glugganum verður lokað. (Express)

Tottenham mun væntanlega ganga frá kaupum á hollenska framherjanum Steven Bergwijn (22) frá PSV Eindhoven í dag. (Sky Sports)

Tottenham hefur einnig kannað möguleika á því að fá franska sóknarmanninn Olivier Giroud (33) frá Chelsea. (90min)

Southampton mun væntanlega tilkynna um lánssamning við enska varnarmanninn Kyle Walker-Peters (22) frá Tottenham í dag. (Mail)

Arsenal er enn í viðræðum við Flamengo um möguleg kaup á varnarmanninum Pablo Mari (26). (ESPN)

Arsenal hefur gert munnlegt samkomulag við úkraínska varnarmanninn Mykola Matviyenko (23) hjá Shaktar Donetsk. (Team1)

Hollenski miðjumaðurinn Georginio Wijnaldum (29) hefur viðurkennt að hann sé ekki viss um hvort hann verði hjá Liverpool á næsta tímabili. (Talksport)

Karl-Heinz Rummenigge hjá Bayern München vill ekki útiloka að gert verði tilboð í þýska vængmanninn Leroy Sane (24) hjá Manchester City. (Mirror)

Bayern hefur sett Thomas Lemar (24), franska miðjumanninn hjá Atletico Madrid, í forgang. (France Football)

Miguel Angel Gil Marin, framkvæmdastjóri Atletico Madrid, segir að Lemar muni ekki fara fet í janúar. (Mail)

Úlfarnir eru bjartsýnir á að fá portúgalska vængmanninn Daniel Podence (24) frá Olympiakos áður en glugganum verður lokað. (Sky Sports)

Úlfarnir munu ganga frá kaupum á Podence á 21 milljón punda á næstu 48 tímum. (Telegraph)

Arsenal íhugar að gera tilboð í Cedric Soares (28), portúgalska bakvörðinn hjá Southampton. (Telegraph)

West Ham hefur hafið viðræður við RB Salzburg um danska hægri bakvörðinn Rasmus Kristensen (22). (Mail)

David Moyes, stjóri West Ham, segist vilja kaupa unga, hungraða og spennandi leikmenn. (Guardian)

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, vildi að ekki yrði gert tilboð í danska miðjumanninn Christian Eriksen (27) sem gekk í raðir Inter. (AS)

Ben Chilwell (23) hjá Leicester og Hakim Ziyech (26) hjá Ajax eru á óskalista Chelsea fyrir sumarið. (ESPN)

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Edinson Cavani (32) hjá Paris St-German hefur kvatt liðsfélaga sína en hann nálgast Atletico Madrid. (Express)

Manchester United gæti lánað miðjumanninn James Garner (18) út tímabilið. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner