Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. febrúar 2020 18:37
Ívan Guðjón Baldursson
Rúnar Alex fékk fjögur á sig gegn PSG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon sem heimsótti Frakklandsmeistara PSG í dag.

Rúnar Alex gat ekkert gert í fyrsta leiksins sem kom á þriðju mínútu en hann hélt Dijon í leiknum næsta klukkutímann, eða allt þar til Kylian Mbappe tvöfaldaði forystu heimamanna.

Mauro Icardi skoraði svo þriðja markið áður en Mbappe kláraði dæmið og lokatölur 4-0.

PSG 4 - 0 Dijon
1-0 Pablo Sarabia ('3)
2-0 Kylian Mbappe ('74)
3-0 Mauro Icardi ('76)
4-0 Kylian Mbappe ('91)

Patrik Sigurður Gunnarsson varði þá mark Southend sem tapaði fyrir Oxford United í ensku C-deildinni.

Þetta var fjórði sigur Oxford í röð og er liðið í harðri umspilsbaráttu. Aftur á móti var þetta sjötti tapleikur Southend í röð og er liðið í næstneðsta sæti með 16 stig eftir 34 umferðir.

Oxford 2 - 1 Southend
1-0 J. Henry ('17, víti)
1-1 L. Gard ('45)
2-1 M. Taylor ('84)

Gary Martin og félagar í Darlington gerðu þá 1-1 jafntefli við Brackley Town í utandeildinni á Englandi.

Darlington er sjö stigum frá umspilssæti, með 45 stig eftir 31 umferð.

Theodór Elmar Bjarnason var ekki í hóp er Akhisarspor vann mikilvægan sigur í tyrknesku B-deildinni.

Akhisarspor er í harðri umspilsbaráttu og stefnir upp í efstu deild.

Darlington 1 - 1 Brackley Town

Eskisehirspor 1 - 2 Akhisarspor
Athugasemdir
banner