lau 29. febrúar 2020 16:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þýskaland: Læti í Hoffenheim og leikur stöðvaður - Alfreð á skotskónum
Mynd: Getty Images
Dieter Flick ósáttur
Dieter Flick ósáttur
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum var rétt í þessu að ljúka í þýsku Bundesliga. Topplið Bayern sótti Hoffenheim heim, Gladbach heimsótti Augsburg þar sem Alfreð Finnbogason byrjaði á bekknum, Samúel Kári Friðjónsson byrjaði sinn fyrsta leik hjá Paderborn þegar Mainz tók á móti Paderborn og Dortmund fékk Freiburg í heimsókn.

Byrjum yfirferðina í Mainz þar sem heimamenn unnu 2-0 sigur og er Paderborn í miklum vandræðum á botni deildarinnar. Samúel Kári lék allan leikinn en bæði mörk heimamanna komu í fyrri hálfleik.

Dortmund vann heimasigur gegn Freiburg og byrjaði Erling Braut Haaland á bekknum. Haaland kom inn á í stöðunni 1-0 og spilai síðasta hálftímann eða svo. Eina mark leiksins skoraði Jadon Sancho eftir undirbúning Thorgan Hazard.

Alfreð Finnbogason byrjaði á bekknum en átti heldur betur eftir að koma við sögu gegn Gladbach. Gladbach komst í 0-2 en heimamenn minnkuðu muninn og inn kom Alfreð í kjölfarið. Lars Stindl kom Gladbach í 1-3 en Alfreð minnkaði muninn í 2-3 á 83. mínútu.

Markið kom eftir undirbúning Marco Richter en hann renndi boltanum á Alfreð hægra megin í teignum og Alfreð tók hlaupið og lagði boltann í fjærhornið framhjá Yann Sommer. Lengra komst Augsburg ekki og Gladbach tók stigin þrjú.

Uppfært 16:36:
Í Hoffenheim hófst leikur liðsins gegn Bayern en þegar um stundarfjórðungur lifði leiks var leik hætt. Bayern leiddi á þeim tímapunkti 0-6. Coutinho skoraði tvö marka gestanna, Zirkzee, Goretzka, Gnabry og Kimmich skoruðu eitt mark hver.

Leik var hætt vegna borða sem stuðningsmenn Bayern voru með og hér að neðan má sjá myndskeið af marki Alfreðs sem og þegar Hansi Flick, stjóri Bayern, fer til stuðningsmanna og biður þá um að taka niður skilaboðin.

Leiknum var haldið áfram og lauk leik með sex marka sigri gestanna. Leikmenn mótmæltu hegðun stuðningsmanna með því að senda sín á milli síðustu mínútur leiksins.





Borussia D. 1 - 0 Freiburg
1-0 Jadon Sancho ('15 )

Hoffenheim 0 - 6 Bayern Leikur stöðvaður (10 mín eftir)
0-1 Serge Gnabry ('2 )
0-2 Joshua Kimmich ('7 )
0-3 Joshua Zirkzee ('15 )
0-4 Philippe Coutinho ('33 )
0-5 Philippe Coutinho ('47 )
0-6 Leon Goretzka ('62 )

Mainz 2 - 0 Paderborn
1-0 Robin Quaison ('29 )
2-0 Karim Onisiwo ('37 )

Augsburg 2 - 3 Borussia M.
0-1 Ramy Bensebaini ('49 )
0-2 Lars Stindl ('53 )
1-2 Eduard Lowen ('57 )
1-3 Lars Stindl ('79 )
2-3 Alfred Finnbogason ('83 )
Athugasemdir
banner
banner
banner