Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 12:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zeljko vissi strax að Kolbeinn væri „sérstakt eintak"
Zeljko Óskar Sankovic.
Zeljko Óskar Sankovic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í viðtali við Morgunblaðið segir fótboltaþjálfarinn Zeljko Óskar Sankovic hafa séð það snemma að Kolbeinn Sigþórsson væri „sérstakt eintak."

Á síðasta ári ræddi Kolbeinn við Hörð Snævar Jónsson, ritstjóra 433.is, í hlaðvarpsþættinum 90 mínútur. Í þættinum sagðist Kolbeinn eiga Zeljko mikið að þakka.

„Ég man ég hætti í MK á þessum tíma bara til að fókusera almennilega á fótboltann. Þetta hálfa ár var ég hjá honum og síðan fer ég á Evrópumótið með U-17 ára landsliðinu og þá spring ég út og skora fimm mörk gegn Rússum. Þá fara erlend lið að skoða mig og hafa samband. Ég hef miklu að þakka honum Zeljko," sagði Kolbeinn, sem er markahæsti landsliðsmaður Íslands ásamt Eiði Smára Guðjohnsen.

Zeljko hefur komið að þjálfun margra af bestu knattspyrnumönnum sem Ísland hefur alið og er Kolbeinn einn þeirra.

„Kol­beinn var í 4. flokki þegar ég hitti hann fyrst. Ég var þá yfirþjálf­ari yngri flokka hjá Vík­ingi R. og var með séræf­ing­ar. Eft­ir þrjár æf­ing­ar sá ég að hann var sér­stakt ein­tak," segir Zeljko við Morgunblaðið.

Zeljko fór að þjálfa meistaraflokk Grindavíkur og á meðan tók Kolbeinn sér frí frá fótbolta. „Ég hringdi í föður Kol­beins, sem sagði mér að Kol­beinn hefði tekið sér hvíld frá bolt­an­um í ein­hverja mánuði og spurði hvort ég vildi ræða við strák­inn. Ég renndi í bæ­inn og fundaði með Kol­beini á heim­ili fjöl­skyld­unn­ar. Ég sagði Kol­beini ein­fald­lega að hann gæti orðið at­vinnumaður í háum gæðaflokki en spurn­ing­in væri hvort hann hefði trú á því að ég vissi hvað ég væri að tala um."

„Hon­um fannst þetta lang­sótt og spurði hvort ég væri viss. Ég sagðist vera hand­viss."

„Í fram­hald­inu hringdi Andri (bróðir Kolbeins) í mig og sagðist hafa rætt við Kol­bein um þenn­an fund. Hann spurði hvort ég hefði verið ein­læg­ur við Kol­bein eða hvort ég hefði verið að segja þetta til að lyfta hon­um aðeins upp. Ég út­skýrði fyr­ir hon­um að mér væri al­vara en þá þyrfti Kol­beinn líka að leggja á sig vinnu við æf­ing­ar."

Er Zeljko fór að þjálfa yngri flokka í HK, þá fylgdi Kolbeinn honum þangað. Kolbeinn byrjaði að æfa hjá Zeljko á morgnana til þess að vera undirbúinn fyrir leiki U17 landsliðsins.

„Eitt sinn var maður stadd­ur í Fíf­unni og sá að ég var að láta Kol­bein hlaupa klukk­an 6.30 að morgni. Hann sagði við mig: 'Zelj­ko, þú átt eft­ir að ganga frá þess­um dreng.' Þetta var Heim­ir Hall­gríms­son, sem ég hafði kynnst vel þegar ég starfaði fyr­ir ÍBV," segir Zeljko en Heimir átti síðar eftir að þjálfa Kolbein í A-landsliðinu.

Kolbeinn komst í U17 landsliðið og skoraði fjögur mörk í leik gegn Rússlandi sem Ísland vann 6-5. „Eft­ir mótið hringdi í mig maður frá Arsenal til að spyrja um Kol­bein. Arsene Wenger ætlaði þá að senda njósn­ara til að fylgj­ast með Kol­beini," segir Zeljko.

Kolbeinn fór út til Hollands 2010 og lék hann þar fyrir AZ Alkmaar og Ajax. Hann hefur einnig á ferli sínum leikið með Nantes og Galatasary, en í dag er hann hjá sænska félaginu AIK. Meiðsli hafa oft sett strik í reikninginn, en Zeljko segir að hæfileikar hans séu þess eðlis að hann hefði nánast getað spilað með hvaða félagsliði sem er.

Viðtalið við Zeljko má lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner