Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 29. mars 2021 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
Ísak Óli missir af lokaleiknum - Róbert Orri og Andri í toppmálum
Icelandair
Ísak skömmu áður en hann fékk vítaspyrnuna
Ísak skömmu áður en hann fékk vítaspyrnuna
Mynd: Getty Images
Róbert er klár
Róbert er klár
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli Ólafsson missir af lokaleik U21 árs landsliðsins á Evrópumótinu vegna tognunnar. Ísak Óli yfirgaf völlinn eftir rúmlega 75 mínútur í gær þegar Ísland lá gegn Dönum í öðrum leik riðilsins.

Ísak verður frá í viku til tíu daga en þetta staðfesti Davíð Snorri Jónasson í viðtali við Fótbolta.net í kvöld. Viðtalið verður birt í heild sinni seinna í kvöld.

Ísland mætir Frakklandi í lokaleik riðilsins og þarf á sigri að halda til að eiga von um að fara áfram úr riðlinum.

„Staðan á hópnum er nokkuð góð, við misstum þessa stráka yfir [í A-liðið] en Ísak Óli er að glíma við örlitla tognun. Sem ætti ekki að vera lengur en svona vika til tíu dagar. Sé ekki fram á það [að hann geti spilað]," sagði Davíð Snorri.

Hvernig er staðan á Andra Fannari Baldurssyni sem var með hælsæri og Róberti Orra Þorkelssyni sem var með hita?

„Það er allt í toppmálum hjá þeim tveimur. Róbert var með sár, fékk örlitla sýkingu og smá hita í kjölfarið en það er allt í góðu."

Ísak Óli ræddi við fréttaritari í gærkvöldi. Hann vonaðist til þess að geta náð leiknum enda taldi hann „einungis" um krampa vera að ræða.

„Ég tók 70-80 metra sprett eftir horn, ætlaði mér að taka manninn niður og svo tekur hann snögga hraðabreytingu. Ég tek líka hraðabreytingu en þá fæ ég krampa aftan í læri," sagði Ísak. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan


Passað upp á hælinn
„Ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig"
Athugasemdir
banner
banner
banner