Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. mars 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liðum fjölgar en leikjum fækkar
Fjölnir er í 2. deild kvenna.
Fjölnir er í 2. deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var rætt um neðri deildirnar í síðasta þætti af hlaðvarpinu Heimavöllurinn.

Þar var vakin athygli á því að það er breyting á fyrirkomulaginu í 2. deild kvenna. Liðum hefur fjölgað í deildinni og verða 13 lið í deildinni í ár, en það voru níu í fyrra. Í ár verður leikin einföld umferð. Hvert lið fær 12 leiki og svo fer fram úrslitakeppni efstu fjögurra liðanna um sæti í Lengjudeildinni.

„Ég hefði alltaf viljað hafa þetta þannig að efsta liðið færi beint upp og annað til fimmta sæti í þessa úrslitakeppni til þess að búa til fleiri leiki og búa til meiri keppni um að komast upp," sagði Baldvin Már Borgarsson í þættinum.

„Það má segja að þetta sé pínu sérstakt að mögulega fari þriðja og fjórða sæti upp en ekki fyrsta og annað sæti. Mér finnst að það eigi alltaf að vera gulrót fyrir fyrsta sætið."

„Mér finnst frábært að liðum sé að fjölga, það er af hinu góða en leikjum er að fækka," sagði Mist Rúnarsdóttir.

„Mögulega hefði verið lausnin að henda í tvo riðla, tvöföld umferð og önnur úrslitakeppni," sagði Baldvin.

„Af hverju flýgur svona lagasetning í gegn á ársþingi? Það var enginn að pæla í mótafyrirkomulagi kvennameginn," sagði Mist.

„Það snerist allt um að fjölga karlaleikjunum," sagði Hulda Mýrdal.

„Þetta mun sennilega bitna mest á liðum sem hafa ekki stóra umgjörð. Ég veit að Fjölnir mun vera með 2. flokk og spila þá þeim meistaraflokksleikmönnum sem eru á þeim aldri í 2. flokksleikjum þegar það er langt á milli leikja því fyrirkomulagið er svona. Fjölnir nær að búa til verkefni og hafa leikjafjölda í lagi. Svo er maður ekki viss um að Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir eða Sindri geti það," sagði Baldvin.

Hægt er að hlusta á alla umræðuna hér að neðan.
Heimavöllurinn - Ótímabær spá fyrir neðri deildirnar 2021
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner