Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 19:10
Brynjar Ingi Erluson
Bergvall framlengir við Tottenham til 2031 (Staðfest)
Mynd: Tottenham
Sænski miðjumaðurinn Lucas Bergvall hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham til 2031.

Tottenham keypti Bergvall frá Djurgården á síðasta ári og hefur hann gegnt lykilhlutverki í liðinu á þessari leiktíð.

Liðið hefur ekki náð neitt frábærum árangri í deildinni á þessu tímabili, en hann hefur hins vegar spilað mikilvæga rullu í því að koma lðinu í undanúrslit Evrópudeildarinnar.

Hann hefur spilað 45 leiki og komið að fimm mörkum á fyrsta tímabili sínu í Tottenham-treyjunni.

Þessi 19 ára gamli Svíi hefur fengið töluvert stærra hlutverk en flestir bjuggust við og um leið unnið sér fast sæti í sænska landsliðshópnum.

Frábær tíðindi fyrir Tottenham-menn sem vona eftir því að hann fylgi þessu tímabili vel á eftir og komi liðinu aftur í röð fremstu liða á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner