Sænski miðjumaðurinn Lucas Bergvall hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham til 2031.
Tottenham keypti Bergvall frá Djurgården á síðasta ári og hefur hann gegnt lykilhlutverki í liðinu á þessari leiktíð.
Liðið hefur ekki náð neitt frábærum árangri í deildinni á þessu tímabili, en hann hefur hins vegar spilað mikilvæga rullu í því að koma lðinu í undanúrslit Evrópudeildarinnar.
Hann hefur spilað 45 leiki og komið að fimm mörkum á fyrsta tímabili sínu í Tottenham-treyjunni.
Þessi 19 ára gamli Svíi hefur fengið töluvert stærra hlutverk en flestir bjuggust við og um leið unnið sér fast sæti í sænska landsliðshópnum.
Frábær tíðindi fyrir Tottenham-menn sem vona eftir því að hann fylgi þessu tímabili vel á eftir og komi liðinu aftur í röð fremstu liða á Englandi.
He's here to stay ???? pic.twitter.com/A4PuI2xfZ8
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) April 29, 2025
Athugasemdir