Dagur Örn Fjeldsted hefur gengið til liðs við FH á láni frá Breiðabliki út tímabilið en FH fær kauprétt á honum.
FH-ingar eru neðstir í Bestu deildinni að loknum fjórum umferðum, með aðeins eitt stig.
FH-ingar eru neðstir í Bestu deildinni að loknum fjórum umferðum, með aðeins eitt stig.
„Við erum virkilega ánægðir með Dagur sé genginn til liðs við okkur, fyrst á láni en síðan með möguleikanum á því að gera félagaskiptin varanleg," segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður fótboltamála hjá FH.
„Hann passar mjög vel inn í það sem við erum að búa til, ungt, spennandi og kraftmikið lið. Hann er fljótur, áræðinn, líður vel á boltanum og er einmitt sú týpa af leikmanni sem við vorum að leita að."
Dagur, sem er tvítugur og hefur verið hluti af U21 landsliði Íslands, hefur ekkert komið við sögu hjá Breiðabliki í Bestu deildinni til þessa en hann lék með liðinu í Mjólkurbikarnum á dögunum. Hann spilaði tíu leiki með HK á láni í fyrra og skorað í þeim eitt mark.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Breiðablik | 4 | 3 | 0 | 1 | 7 - 5 | +2 | 9 |
2. Víkingur R. | 4 | 2 | 1 | 1 | 7 - 2 | +5 | 7 |
3. Vestri | 4 | 2 | 1 | 1 | 4 - 2 | +2 | 7 |
4. ÍBV | 4 | 2 | 1 | 1 | 6 - 5 | +1 | 7 |
5. KR | 4 | 1 | 3 | 0 | 12 - 7 | +5 | 6 |
6. Fram | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 - 6 | +2 | 6 |
7. Valur | 4 | 1 | 3 | 0 | 8 - 6 | +2 | 6 |
8. Stjarnan | 4 | 2 | 0 | 2 | 7 - 7 | 0 | 6 |
9. Afturelding | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 - 5 | -4 | 4 |
10. KA | 4 | 1 | 1 | 2 | 6 - 11 | -5 | 4 |
11. ÍA | 4 | 1 | 0 | 3 | 2 - 9 | -7 | 3 |
12. FH | 4 | 0 | 1 | 3 | 5 - 8 | -3 | 1 |
Athugasemdir