Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   þri 29. apríl 2025 13:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Telma heim í Breiðablik (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmarkmaðurinn Telma Ívarsdóttir er komin heim til Breiðabliks frá Rangers en Fótbolti.net fjallaði um yfirvofandi skipti hennar um liðna helgi.

Telma varð Íslandsmeistari með Blikum í fyrra, vann Gullhanskan og í vetur samdi hún við skoska félagið Rangers.

Hún fær leikheimild á morgun og má því ekki spila gegn Fram í 3. umferð Bestu deildarinnar í dag. Hún verður hjá Blikum í tvo mánuði og snýr svo aftur til Skotlands.

Í frétt Fótbolta.net á laugardag var sagt frá því að Telma kæmi á láni vegna meiðsla hjá Katherine Devine, en búast má við því að Kate verði í markinu í kvöld.
Athugasemdir
banner