Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   mán 29. maí 2023 14:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fabianski í eitt ár í viðbót hjá West Ham
Mynd: EPA

Lukasz Fabianski markvörður West Ham skrifaði undir eins árs samning við West Ham í fyrra en nú hefur komið í ljós að hann verður í ár í viðbót hjá félaginu.


Þessi 38 ára gamli Pólverji sagði frá því í viðtali að tveir hlutir þurftu að gerast til þess að samningnum yrði sjálfkrafa framlengt um ár. Eitt af því var að halda sæti sínu í deildinni.

„Það þurfti að uppfylla tvennt. Það tókst svo samningnum var sjálfkrafa framlengt," sagði Fabianski.

„Annað atriðið fannst mér auðveldara en annað. Við urðum að berjast fyrir sæti í úrvalsdeildinni aðeins lengur en ég átti von á. Sem betur ver náðist það svo samningnum var framlengt um ár. Ég er stoltur að vera á 17. ári í úrvalsdeildinni."

Fabianski gekk til liðs við West Ham frá Swansea árið 2018. Þar var hann í fjögur tímabil í ensku úrvalsdeildinni en hann fór í úrvalsdeildina fyrst árið 2007 þegar hann skrifaði undir hjá Arsenal.


Athugasemdir
banner
banner