Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. maí 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Ég verð í símanum í allt sumar
Mynd: EPA
Það verður nóg að gera hjá Jürgen Klopp, stjóra Liverpool, í sumar, en hann mun fara í það að styrkja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð.

Naby Keita, Alex Oxlade-Chamberlain, James Milner og Roberto Firmino eru allir á förum frá félaginu og þá gætu fleiri leikmenn verið seldir.

Klopp mun hafa nóg fyrir stafni að finna leikmenn í stað þeirra sem fara og bæta hópinn.

„Ég verð upptekinn í símanum í sumar,“ sagði Klopp við fjölmiðlamenn eftir 4-4 jafnteflið við Southampton í lokaumferð úrvalsdeildarinnar í gær.

„Þessar síðustu vikur gáfu mér mikla orku. Við munum nota þetta tímabil fyrir næsta ár og minna okkur á að við þurfum að gera betur. Ég skil að fólk er í rusli yfir þessu tímabili og við sýnum því skilning

„Ímyndaðu þér ef við værum eins og við erum venjulega, sem verður raunin á næsta tímabili. Við verðum aftur í titilbaráttu,“
sagði Klopp ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner