Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Campo 
Gent vill fá Ísak eftir Andra
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Belgíska félagið Gent hefur áhuga á að styrkja leikmannahópinn sinn með nokkrum Íslendingum í sumar.

Andri Lucas Guðjohnsen er á leið til félagsins frá Lyngby og verður hann dýrasti leikmaður sögunnar til að vera seldur frá danska félaginu.

Núna vill Gent einnig krækja í Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmann FC Kaupmannahafnar sem gerði góða hluti á láni hjá Fortuna Düsseldorf á nýliðnu tímabili.

Ísak skoraði 7 mörk og gaf 9 stoðsendingar í 36 leikjum með Dusseldorf og hefur félagið forkaupsrétt á Ísaki. Mögulegt er að félagið sé ekki í stöðu til þess eftir að hafa mistekist að fara upp í efstu deild í Þýskalandi eftir ótrúlegan úrslitaleik gegn Bochum á dögunum.

Gent vantar sóknartengilið og er sagt hafa mikinn áhuga á Ísaki, sem tengir vel við Andra Lucas eftir að hafa spilað með honum upp yngri landslið Íslands og með A-liðinu.

Ísak á tvö ár eftir af samningi sínum við FCK en hann hefur spilað 61 leik fyrir félagið í öllum keppnum, skorað 7 mörk og gefið 5 stoðsendingar.

Arnar Þór Viðarsson fyrrum landsliðsþjálfari Íslands er að taka við starfi sem íþróttastjóri belgíska félagsins Gent.
Athugasemdir
banner
banner
banner