Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fös 29. júní 2012 23:05
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Snæfells: Grásleppuvertíð hefur skemmt mikið
Páll Margeir Sveinsson þjálfari Snæfellinga.
Páll Margeir Sveinsson þjálfari Snæfellinga.
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson
Úr leik hjá Snæfellingum í sumar.
Úr leik hjá Snæfellingum í sumar.
Mynd: Þorsteinn Eyþórsson
Snæfellingar hafa ekki riðið feitum hesti í 3. deildinni í sumar en eftir sjö leiki hefur liðið ekki skorað mark í C-riðli og fengið 93 mörk á sig. Í kvöld tapaði liðið 24-0 gegn Hvíta Riddaranum í Mosfellsbæ.

„Þetta var óafsakanleg frammistaða hjá okkur á vellinum og við komum ekki nógu vel undirbúnir í þennan leik," sagði Páll Margeir Sveinsson þjálfari Snæfells við Fótbolta.net eftir leik.

„Við vorum alltof fáir úr Hólminum í þessum leik, menn eru uppteknir þar í vinnu. Það er grásleppuvertíð og ferðamannaiðnaðurinn og það hefur skemmt mikið fyrir. Menn eru að vinna á kvöldin og maður bjóst ekki við því fyrir tímabilið."

„Ef við getum einhverntímann stillt upp okkar sterkasta liði þá er það nokkuð gott lið. Við töpuðum 6-0 gegn Grundarfirði og þar voru bara heimamenn sem spiluðu þann leik. Þar vorum við með mjög sterka varnarmenn og hefðum þess vegna getað sett tvö mörk."

Snæfellingar skiptu þrívegis um markvörð í leiknum í kvöld en tvívegis var leikurinn stöðvaður til að útileikmaður gæti skipt um treyju við þann sem var í marki.

„Við náðum ekki að tryggja okkur markvörð til að spila útileikina í sumar. Við eigum góðan markvörð í hólminum sem getur bara verið í heimaleikjunum. Hann er læknir á bakvakt og má ekki fara úr bænum. Við erum svolítið bundnir af þessu markmannsleysi og breiddin er ekki nógu mikil hjá okkur. Þetta hefur ekki verið gæfulegt í síðustu leikjum."

Snæfellingar eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir erfiða byrjun og Páll vonast til að gengi liðsins batni þegar líða tekur á sumarið.

„Við ætlum að reyna að giðra okkur í brók og koma brattir inn í næstu leiki. 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn og það eru einhverjir 5-6 leikmenn sem koma kannski þá inn."

„Það var farið af stað með liðið með framtíðina í huga. Það eru sterkir árangur að koma upp þar sem er 13-11 ára strákar. Í framtíðinni ætlum við að vera áfram með liðið inn í þessari deild og við stöndum við það."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en það er fimm mínútur.
Athugasemdir
banner