Snæfellingar hafa ekki riðið feitum hesti í 3. deildinni í sumar en eftir sjö leiki hefur liðið ekki skorað mark í C-riðli og fengið 93 mörk á sig. Í kvöld tapaði liðið 24-0 gegn Hvíta Riddaranum í Mosfellsbæ.
„Þetta var óafsakanleg frammistaða hjá okkur á vellinum og við komum ekki nógu vel undirbúnir í þennan leik," sagði Páll Margeir Sveinsson þjálfari Snæfells við Fótbolta.net eftir leik.
„Þetta var óafsakanleg frammistaða hjá okkur á vellinum og við komum ekki nógu vel undirbúnir í þennan leik," sagði Páll Margeir Sveinsson þjálfari Snæfells við Fótbolta.net eftir leik.
„Við vorum alltof fáir úr Hólminum í þessum leik, menn eru uppteknir þar í vinnu. Það er grásleppuvertíð og ferðamannaiðnaðurinn og það hefur skemmt mikið fyrir. Menn eru að vinna á kvöldin og maður bjóst ekki við því fyrir tímabilið."
„Ef við getum einhverntímann stillt upp okkar sterkasta liði þá er það nokkuð gott lið. Við töpuðum 6-0 gegn Grundarfirði og þar voru bara heimamenn sem spiluðu þann leik. Þar vorum við með mjög sterka varnarmenn og hefðum þess vegna getað sett tvö mörk."
Snæfellingar skiptu þrívegis um markvörð í leiknum í kvöld en tvívegis var leikurinn stöðvaður til að útileikmaður gæti skipt um treyju við þann sem var í marki.
„Við náðum ekki að tryggja okkur markvörð til að spila útileikina í sumar. Við eigum góðan markvörð í hólminum sem getur bara verið í heimaleikjunum. Hann er læknir á bakvakt og má ekki fara úr bænum. Við erum svolítið bundnir af þessu markmannsleysi og breiddin er ekki nógu mikil hjá okkur. Þetta hefur ekki verið gæfulegt í síðustu leikjum."
Snæfellingar eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir erfiða byrjun og Páll vonast til að gengi liðsins batni þegar líða tekur á sumarið.
„Við ætlum að reyna að giðra okkur í brók og koma brattir inn í næstu leiki. 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn og það eru einhverjir 5-6 leikmenn sem koma kannski þá inn."
„Það var farið af stað með liðið með framtíðina í huga. Það eru sterkir árangur að koma upp þar sem er 13-11 ára strákar. Í framtíðinni ætlum við að vera áfram með liðið inn í þessari deild og við stöndum við það."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni en það er fimm mínútur.
Athugasemdir