Breiðablik fékk Fjölni í heimsókn á Kópavogsvöll í kvöld og unnu 3-1 sigur í 3. umferð Pepsí Max-deild karla. Gísli Eyjólfsson skoraði þriðja mark Breiðabliks og var mjög ánægður með að vera kominn á blað í sumar.
„Ég var virkilega sáttur með spilamennskuna hjá okkur í kvöld, við hleyptum þeim aðeins of mikið inn í leikinn á köflum en þetta hafðist svo að lokum. Ég held að það hafi sést í fagninu mínu að þetta mark var mjög kærkomið, það er alltaf gaman að skora hérna á Kópavogsvelli."
„Ég var virkilega sáttur með spilamennskuna hjá okkur í kvöld, við hleyptum þeim aðeins of mikið inn í leikinn á köflum en þetta hafðist svo að lokum. Ég held að það hafi sést í fagninu mínu að þetta mark var mjög kærkomið, það er alltaf gaman að skora hérna á Kópavogsvelli."
Lestu um leikinn: Breiðablik 3 - 1 Fjölnir
„Ég hafði ekki miklar áhyggjur ef ég á að vera hreinskilinn, við komum tilbaka gegn Keflavík og líka hérna í kvöld, það er góð liðsheild hérna og mikill vilji í þessu liði og okkur gengur vel. Þetta er virkilega góð byrjun hjá okkur og við verðum bara að halda þessu áfram."
Sagði Gísli um liðsheildina og byrjunina á tímabilinu hjá Breiðabliks liðinu.
Athugasemdir