Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   mán 29. júní 2020 22:24
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns: Eftir á í öllum aðgerðum
Óli Kristjáns var ósáttur með sína menn í dag.
Óli Kristjáns var ósáttur með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Víking R. í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

„Ég er ósáttur við spilamennsku okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum eftir á í nánast öllum aðgerðum. Mér fannst Víkingarnir góðir í dag en við slakir." sagði Óli eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 FH

Víkingar voru 3-0 yfir þegar að flautað var til hálfleiks en þriðja mark Víkinga var vægast sagt skrautlegt.

„Mér fannst 2-0 vera verðskuldað en þriðja markið sló okkur útaf laginu og kom í andlitið á okkur. Það voru deildar meiningar um það. Eftir að við fáum víti og setjum mark fékk maður von um að hægt væri að klífa upp brekkuna en hún var of brött í dag."

Pétur Viðarsson þurfti að fara útaf í fyrri hálfleik vegna höfuðhöggs sem að hann hlaut og var þá Þórir Jóhann færður niður í miðvörðinn, en það er staða sem að hann hefur ekki leikið áður.

„Það var vont að þurfa að setja miðjumann í miðvarðarstöðuna. Við vorum með 15 ára strák, sem að hefði ekki fengið leyfi til að vera boltastrákur hérna í kvöld, á bekknum sem að spilaði hafsent í síðasta leik en mér fannst ekki forsvaranlegt að setja hann inná í akkúrat þessum leik." sagði Óli um taktíkina.

Nánar er rætt við Óla í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner