Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
   mán 29. júní 2020 22:24
Kristófer Jónsson
Óli Kristjáns: Eftir á í öllum aðgerðum
Óli Kristjáns var ósáttur með sína menn í dag.
Óli Kristjáns var ósáttur með sína menn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Víking R. í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

„Ég er ósáttur við spilamennsku okkar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum eftir á í nánast öllum aðgerðum. Mér fannst Víkingarnir góðir í dag en við slakir." sagði Óli eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 FH

Víkingar voru 3-0 yfir þegar að flautað var til hálfleiks en þriðja mark Víkinga var vægast sagt skrautlegt.

„Mér fannst 2-0 vera verðskuldað en þriðja markið sló okkur útaf laginu og kom í andlitið á okkur. Það voru deildar meiningar um það. Eftir að við fáum víti og setjum mark fékk maður von um að hægt væri að klífa upp brekkuna en hún var of brött í dag."

Pétur Viðarsson þurfti að fara útaf í fyrri hálfleik vegna höfuðhöggs sem að hann hlaut og var þá Þórir Jóhann færður niður í miðvörðinn, en það er staða sem að hann hefur ekki leikið áður.

„Það var vont að þurfa að setja miðjumann í miðvarðarstöðuna. Við vorum með 15 ára strák, sem að hefði ekki fengið leyfi til að vera boltastrákur hérna í kvöld, á bekknum sem að spilaði hafsent í síðasta leik en mér fannst ekki forsvaranlegt að setja hann inná í akkúrat þessum leik." sagði Óli um taktíkina.

Nánar er rætt við Óla í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner