Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 18:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Veltu fyrir sér ráðningunni á Bjarka Má - „Held það verði áfram basl"
Bjarki Már Árnason
Bjarki Már Árnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Jagacic
Luka Jagacic
Mynd: Reynir S.
Jón (til vinstri) hefur komið víða við á sínum ferli.
Jón (til vinstri) hefur komið víða við á sínum ferli.
Mynd: Kári
Luka Jagacic var þakkað fyrir sín störf hjá Reyni Sandgerði í upphafi vikunnar og var hann látinn fara sem þjálfari liðsins. Við starfinu hjá Reyni tók hinn 44 ára gamli Bjarki Már Árnason. Tilkynnt var um þjálfarabreytinguna eftir sigur Reynis á Magna um helgina.

Rætt var um Reyni í nýjasta þætti Ástríðunnar.

„Reynir Sandgerði vinnur sinn fyrsta leik, hvað gera þeir? Jú þeir reka þjálfarann," sagði Sverrir Már Smárason á léttu nótunum og nefndi að sigurinn hefði að sjálfsögðu ekki verið ástæðan fyrir því að Luka hafi verið rekinn.

„Þeir eru búnir að vera að leita og auðvitað. Það væri galið að tapa fyrstu sjö leikjunum án þess að spyrja neinna spurninga. Þeir eru búnir að leita að eftirmanni Luka. Maður skilur alveg að það sé farið í það breyta um þjálfara," sagði Gylfi Tryggvason.

„Það var góður maður sem benti mér á að þetta hafi verið fyrsti leikurinn sem Ivan Prskalo og Fufura eru ekki báðir inná. Þá er allt annað bragur á liði Reynis," sagði Sverrir.

Bjarki það sem Reynir þarf á að halda núna?
„Ég heyri að það var þægileg lending að ráða Bjarka. Það er ekki til betri manneskja í íslenska fótboltaheiminum en Bjarki Már, þvílíkt og annað eins gull af manni. En hæfur til þess að leiða þetta lið Reynis upp úr fallbaráttu í 2. deild árið 2022 er hann held ég ekki. Þú færð ást og umhyggju með Bjarka sem þjálfara. Færð trú, pepp og mögulega sjálfstraust," sagði Sverrir.

„Þú þarft að vera ruglaður til þess að hann peppi þig ekki upp, þarft að vera einn af þeim sem eru í sjokki að þeir séu að spila í þessari deild. 'Hvernig er ég ekki byrjunarliðsmaður í Keflavík?' týpa. Ef það er einhver í Reyni með það 'attitjúd' þá mun hann örugglega ekki fíla Bjarka af því svoleiðis gæjar díla oft illa við einlægni," sagði Gylfi.

„Það er frábær lýsing á Bjarka, hann er mjög einlægur. En þjálfunarlega er þetta held ég rosalega mikið 'áfram strákar og hlaupa og berjast'. Hvort það sé það sem Reynir þarf akkúrat núna? Ég veit það ekki. Þeir þurfa allavega einhvern kraft, einhverja innspýtingu. Þetta gæti alveg reynst þeim vel en ég held það verði áfram basl og verði það út þetta tímabil."

„Kormákur/Hvöt var með Bjarka Má í 4. deild og komst ekki upp. Svo komst liðið upp þegar það var í rauninni án þjálfara í fyrra. Hann var ekki áfram, enginn ráðinn og þá fóru þeir upp,"
benti Sverrir á.

„Ég sá þessa ráðningu hjá Reyni og var persónulega dálítið hissa. Hann er af Suðurnesjunum og það ætti að gefa liðinu eitthvað, er alveg pepp. Ég er ekki viss um að hann sé að fara snúa genginu við. Ef hann gerir það þá verð ég ekkert í sjokki, þá er það að fara að gerast á stemningunni," sagði Gylfi sem á ekki von á því að Bjarki komi með stórkostlegar taktískar breytingar sem muni laga gengið. „Mér finnst þetta áhugavert, hefði líklega ekki tekið þessa ákvörðun sjálfur en ég er spenntur."

Hefði frekar ráðið Nonna coach
Sverrir nefndi að hann hefði frekar farið aðra leið. „Ég hugsa að ég hefði frekar tekið Nonna coach (Jón Aðalsteinn Kristjánsson - þjálfaði Reyni hluta af sumrinu 2017), ég veit að hann var á blaði. Ef það vantar pepp og stemningu þá hefði það alveg eins getað verið lausn - hann er alveg líka pepp og stemning. Það sem hann hefur líka eru þessar endalausu fótboltapælingar, endalausu taktísku pælingar og það eru alveg ungir gæjar sem eru svolítið kjarninn í þessu liði. Hann ætti að ná til ungu strákanna í liðinu, selur þeim verkefnið. Það yrði erfiðara kannski að ná til erlendu leikmannanna. Ég sé fyrir mér að hann hefði náð vel til þessa hóps," sagði Sverrir.

Hlusta má á Ástríðuna hér að neðan. Reynir er í 12. sæti í 2. deild þegar átta umferðir eru búnar. Liðið er þó ekki nema tveimur stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins, fyrsti leikurinn undir stjórn Bjarka Más, er í kvöld gegn Víkingi Ólafsvík á BLUE-vellinum.
Ástríðan - 8. umferð - Luka rekinn eftir sigurleik, þrennur og misjafnt gengi
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner