Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 29. ágúst 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Aron: Hann neitaði öllum tilboðum sem komu
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson á æfingu Íslands í Helsinki í dag.
Aron Einar Gunnarsson á æfingu Íslands í Helsinki í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við æfðum í gærkvöldi og tókum svo góðan fund um Finnana. Það er fínt að byrja þetta svona. Völlurinn er flottur og hótelið líka. Þetta er eins og best verður á kosið," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, í samtali við Fótbolta.net í Finnlandi í dag.

Íslenska landsliðið er að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Finnum á laugardaginn. Finnar hafa harma að hefna eftir 3-2 tap gegn Íslandi í fyrra þar sem íslenska liðið skoraði tvívegis í lokin.

„Það er alls ekkert vanmat. Það er alveg klárt. Við mætum þeim af fullum krafti. Þeir vilja hefna sín eftir þennan ótrúlega leik heima. Við áttum í erfiðleikum með þá þar."

„Þeir eru virkilega sterkir og hafa núna bætt við sig leikmönnum sem eru stærri og sterkari. Þeir fengu þrjú mörk á sig úr föstum leikatriðum gegn okkur og vilja pottþétt ekki að það gerist aftur. Þetta finnska lið er miklu betra en það stendur í þessum riðli. Við þurfum að vera á tánum ef við ætlum að ná í þrjú stig."


Á fimmtudaginn ætla strákarnir í landsliðinu að mæta á leik Íslands og Grikklands á EM í körfubolta. „Það verður gaman að sjá þá etja kappi við Grikkina. Ég hlakka til að koma og styðja við bakið á þá. Ég held að það verði mjög gaman."

Ekki hægt að byrja betur
Aron og félagar hans í Cardiff eru með fullt hús stiga í Championship deildinni eftir fimm umferðir á þessu tímabili.

„Það er ekki hægt að byrja betur. Við höfum verið sterkir og solid varnarlega. Við erum svo með þessa bónus leikmenn fram á við sem hafa klárað þessa leiki fyrir okkur. Þetta lítur vel út en næsti mánuður verður erfiður þar sem við eigum erfiða útileiki. Við vitum allir að þetta er byrjunin á virkilega erfiðu tímabili. Það er mikið af leikjum í Championship og margt getur farið úrskeiðis. Þetta er hins vegar draumabyrjun og það var ekki hægt að byrja um betra start."

Var ekki að biðja um að fara
Aron var orðaður við önnur félög í sumar en hann var þó aldrei á förum frá Cardiff.

„Nei í rauninni ekki. Ég vissi af áhuga frá liðum. Ég á bara eitt ár eftir af samningum en ég vissi allan tímann að þjálfarinn var ekki að fara að selja mig. Hann vill frekar nota mig í eitt ár í viðbót heldur en ekki. Hann var búinn að segja mér það og neitaði öllum tilboðum sem komu. Ég var ekki að biðja um að fara. Ég tek þetta ár og sé til í janúar hvort eitthvað komi inn. Ég er ánægður þarna eins og er og það er ekki hægt að vera í betra liði í Championship eins og er," sagði Aron.

Warnock hefur róast
Neil Warnock, stjóri Cardiff, hefur verið þekktur fyrir að vera með mikið skap á ferli sínum.

„Hann er búinn að róast aðeins kallinn. Ég hef ekki tekið eftir æsing hjá honum eins og maður hafði sjálfur séð á netinu. Hann er góður í að stýra mönnum og fær menn til að hlaupa í gegnum veggi fyrir sig," sagði Aron að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner