Ísland-Ungverjaland klukkan 18:45 í kvöld

„Við eru mjög hungraðar og stefnan er sett á EM. Það er gaman að byrja þetta loksins," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir við Fótbolta.net í vikunni.
Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppni EM í kvöld þegar Ungverjaland kemur í heimsókn. Ísland missti naumlega af sæti á HM fyrir ári síðan.
„Þó að síðasta undankeppni hafi ekki farið vel þá er það mótívering í að gera betur núna."
Íslenska landsliðið hefur leik í undankeppni EM í kvöld þegar Ungverjaland kemur í heimsókn. Ísland missti naumlega af sæti á HM fyrir ári síðan.
„Þó að síðasta undankeppni hafi ekki farið vel þá er það mótívering í að gera betur núna."
Ungverjaland er í 45. sæti á heimslistanum á meðan Ísland er í 17. sæti. Gunnhildur býst þó við hörkuleik í kvöld.
„Öll lið eru mjög sterk. Við þurfum að koma 100% í alla leiki. Það er ekkert gefins lengur í kvennabolta sem er geggjað fyrir þróun kvennaboltans. En við ætlum okkur þrjú stig í þessum leik."
Hér að ofan má sjá viðtalið við Gunnhildi Yrsu en þar ræðir hún meðal annars tímabil sitt hjá Utah Royals í Bandaríkjunum.
Svona getur Íslands tryggt sig á EM kvenna í Englandi 2021
Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn við Ungverjaland
Athugasemdir