„Ég er svakalega svekktur með fyrri hálfleikinn og hvað við vorum andlausar og lélegar og í raun gáfum þessi mörk." sagði svekktur Kjartan Stefánsson, þjálfari Fylkis eftir 1-2 tap gegn Þrótti Reykjavík
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Fylkir
Fylkisstúlkur komast yfir í leiknum en hvað fer úrskeiðis eftir það?
„Við allt í einu föllum, förum að sitja og einhver reitarbolti þarna aftast sem var ekki hugmyndin. Kom okkur ekkert á óvart eitt eða neitt hjá Þrótturum. Andleysi, ég veit það ekki."
Fylkisstúlkur komu sterkar inn í síðari hálfleikinn og náðu ekki inn jöfnunarmarkinu þrátt fyrir nokkra sénsa.
„Já það getur verið erfitt að koma inn og rísa upp úr þessu en við vorum óheppnar í nokkrum færum."
Fylkir fær Þór/KA í heimsókn í næstu umferð. Hvernig lýst Kjartani á það verkefni?
„Það er bara eins og öll hin verkefnin. Deildin er sterk, það eru tvö til þrjú sem skera sig svolítið úr, þau eru bara sterkari en hin. Hitt er allt voðalega jafn pakki og það er dagsform og það sýndi sig bara í dag að við vorum svolítið frá okkar."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir