Arsenal reynir við Kounde - Vardy orðaður við Wrexham - Antony gæti verið áfram hjá Betis
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
   lau 29. september 2018 17:00
Egill Sigfússon
Gísli Eyjólfsson: „If you ain't first, you're last"
Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks
Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks sagði þá auðvitað ánægða með annað sætið þó væri súrt að ná ekki titli í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

„Eins og markmiðið var kom fram að það væri fyrsta, annað eða þriðja og við erum í miðjunni þar. Auðvitað vill maður vinna titilinn og eins og vinur minn Ricky Bobby sagði: „If you aint first, you're last". Það er pínu súrsætt að ná ekki titli en auðvitað erum við ánægðir með annað sætið."

Gísli segir markmiðið sé klárt á næsta tímabili, ná í titil.

,Það verður farið yfir hlutina þegar undirbúningur byrjar og markmiðið er klárlega að gera betur á næsta tímabili og ná í titil."

Gísli var mikið orðaður erlendis síðasta vetur en segist mjög rólegur yfir því núna þar sem hann er mjög ánægður í herbúðum Breiðabliks. Hann útilokar þó ekki að fara erlendis.

„Ég hef ekki pælt jafn mikið í því og ég gerði eftir tímabilið í fyrra, maður er voða rólegur. Ef þetta kemur þá kemur þetta en ég er mjög ánægður þar sem ég er."
Athugasemdir