Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 29. september 2018 17:00
Egill Sigfússon
Gísli Eyjólfsson: „If you ain't first, you're last"
Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks
Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks sagði þá auðvitað ánægða með annað sætið þó væri súrt að ná ekki titli í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

„Eins og markmiðið var kom fram að það væri fyrsta, annað eða þriðja og við erum í miðjunni þar. Auðvitað vill maður vinna titilinn og eins og vinur minn Ricky Bobby sagði: „If you aint first, you're last". Það er pínu súrsætt að ná ekki titli en auðvitað erum við ánægðir með annað sætið."

Gísli segir markmiðið sé klárt á næsta tímabili, ná í titil.

,Það verður farið yfir hlutina þegar undirbúningur byrjar og markmiðið er klárlega að gera betur á næsta tímabili og ná í titil."

Gísli var mikið orðaður erlendis síðasta vetur en segist mjög rólegur yfir því núna þar sem hann er mjög ánægður í herbúðum Breiðabliks. Hann útilokar þó ekki að fara erlendis.

„Ég hef ekki pælt jafn mikið í því og ég gerði eftir tímabilið í fyrra, maður er voða rólegur. Ef þetta kemur þá kemur þetta en ég er mjög ánægður þar sem ég er."
Athugasemdir
banner
banner