West Ham hefur áhuga á Zirkzee - Disasi áfram úti í kuldanum - Casadó orðaður við Chelsea og Arsenal
Þórir á eitt ár eftir og tekur stöðuna - „Það er þreytt"
Ísak Bergmann: Maður þarf stundum að klípa sig
Aron Einar: Ekki til í minni orðabók
Nik: Ánægður að UEFA hafi ákveðið að byrja með þessa keppni
Kom ekki við sögu í síðasta glugga - „Þarf að styðja við menn sem spila og vona að maður fái sénsinn núna“
Agla María: Mjög jákvætt skref fyrir kvennaboltann í heiminum
Kominn aftur í landsliðshópinn - „Spilaði stórt hlutverk í U21 en alltaf endamarkmiðið að vera í A-landsliðinu“
Daníel Tristan um rauða spjaldið - „Held að þetta geti komið fyrir alla“
Kallaður Evrópu-Sævar í Bergen - „Segja að ég spili best undir Freysa“
Sjáðu það helsta úr spænska: Barcelona tapaði stórt og Real fór á toppinn
Sjáðu það helsta úr ítalska: Markaveisla í Róm og Napoli fór á toppinn
Matthías: Ég stefni á að vera áfram með liðið og verð áfram með liðið
Jóhannes Karl: Það er bara það sem er skemmtilegt við fótbolta
Sjáðu það helsta þegar Lille gerði jafntefli við PSG
Gylfi: Ég kom heim til að vinna deildina
Helgi Guðjóns: Maður missti aðeins stjórn á sér
Viktor Karl náði stórum áfanga: Ég er virkilega stoltur
Sölvi Geir: Þakklæti sem er mér efst í huga
Halldór Árna: Við höfum átt marga góða hálfleiki
Oliver Ekroth: Á endanum erum við meistarar og allt annað skiptir ekki máli
   lau 29. september 2018 17:00
Egill Sigfússon
Gísli Eyjólfsson: „If you ain't first, you're last"
Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks
Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks sagði þá auðvitað ánægða með annað sætið þó væri súrt að ná ekki titli í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

„Eins og markmiðið var kom fram að það væri fyrsta, annað eða þriðja og við erum í miðjunni þar. Auðvitað vill maður vinna titilinn og eins og vinur minn Ricky Bobby sagði: „If you aint first, you're last". Það er pínu súrsætt að ná ekki titli en auðvitað erum við ánægðir með annað sætið."

Gísli segir markmiðið sé klárt á næsta tímabili, ná í titil.

,Það verður farið yfir hlutina þegar undirbúningur byrjar og markmiðið er klárlega að gera betur á næsta tímabili og ná í titil."

Gísli var mikið orðaður erlendis síðasta vetur en segist mjög rólegur yfir því núna þar sem hann er mjög ánægður í herbúðum Breiðabliks. Hann útilokar þó ekki að fara erlendis.

„Ég hef ekki pælt jafn mikið í því og ég gerði eftir tímabilið í fyrra, maður er voða rólegur. Ef þetta kemur þá kemur þetta en ég er mjög ánægður þar sem ég er."
Athugasemdir
banner
banner