Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
banner
   lau 29. september 2018 17:00
Egill Sigfússon
Gísli Eyjólfsson: „If you ain't first, you're last"
Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks
Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks sagði þá auðvitað ánægða með annað sætið þó væri súrt að ná ekki titli í sumar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 KA

„Eins og markmiðið var kom fram að það væri fyrsta, annað eða þriðja og við erum í miðjunni þar. Auðvitað vill maður vinna titilinn og eins og vinur minn Ricky Bobby sagði: „If you aint first, you're last". Það er pínu súrsætt að ná ekki titli en auðvitað erum við ánægðir með annað sætið."

Gísli segir markmiðið sé klárt á næsta tímabili, ná í titil.

,Það verður farið yfir hlutina þegar undirbúningur byrjar og markmiðið er klárlega að gera betur á næsta tímabili og ná í titil."

Gísli var mikið orðaður erlendis síðasta vetur en segist mjög rólegur yfir því núna þar sem hann er mjög ánægður í herbúðum Breiðabliks. Hann útilokar þó ekki að fara erlendis.

„Ég hef ekki pælt jafn mikið í því og ég gerði eftir tímabilið í fyrra, maður er voða rólegur. Ef þetta kemur þá kemur þetta en ég er mjög ánægður þar sem ég er."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner