Breiðablik fékk KA í heimsókn í lokaumferð Pepsí-deildar karla á Kópavogsvelli í dag og unnu stórsigur, 4-0. Breiðablik endar í öðru sæti deildarinnar á eftir Val sem tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík. Gísli Eyjólfsson leikmaður Breiðabliks sagði þá auðvitað ánægða með annað sætið þó væri súrt að ná ekki titli í sumar.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 KA
„Eins og markmiðið var kom fram að það væri fyrsta, annað eða þriðja og við erum í miðjunni þar. Auðvitað vill maður vinna titilinn og eins og vinur minn Ricky Bobby sagði: „If you aint first, you're last". Það er pínu súrsætt að ná ekki titli en auðvitað erum við ánægðir með annað sætið."
Gísli segir markmiðið sé klárt á næsta tímabili, ná í titil.
,Það verður farið yfir hlutina þegar undirbúningur byrjar og markmiðið er klárlega að gera betur á næsta tímabili og ná í titil."
Gísli var mikið orðaður erlendis síðasta vetur en segist mjög rólegur yfir því núna þar sem hann er mjög ánægður í herbúðum Breiðabliks. Hann útilokar þó ekki að fara erlendis.
„Ég hef ekki pælt jafn mikið í því og ég gerði eftir tímabilið í fyrra, maður er voða rólegur. Ef þetta kemur þá kemur þetta en ég er mjög ánægður þar sem ég er."
Athugasemdir