Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. september 2020 19:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Þrjú neðstu liðin öll með 12 stig
Lengjudeildin
Halda Magnamenn sér uppi þriðja árið í röð?
Halda Magnamenn sér uppi þriðja árið í röð?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur R. 0 - 1 Magni
0-1 Alexander Ívan Bjarnason ('1 )
Rautt spjald: Gunnlaugur Hlynur Birgisson, Þróttur R. ('59)
Lestu nánar um leikinn

Magni vann magnaðan sigur á Þrótti Reykjavík þegar liðin áttust við í lokaleik dagsins í Lengjudeild karla.

Alexander Ívan Bjarnason kom Magna yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. „ALEXANDEEEEER ÍVAAAAN BJARNASON MEÐ ÓTRÚLEGT MARK HÉR!! Tekur aukaspyrnu úti vinstri meginn og kemur með boltann fyrir sem enginn skallar og boltinn skoppar í fjær hornið," skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu.

Staðan var 1-0 í hálfleik eftir rétt tæplega klukkutíma leik dró heldur betur til tíðinda. Mark var dæmt af Þrótturum fyrir brot á markverði Magna og í kjölfarið fékk Gunnlaugur Hlynur Birgisson, leikmaður Þróttar að líta rauða spjaldið fyrir að ýta í Freyþór Hrafn, leikmann Magna.

Magni náði einum fleiri að landa sigrinum, lokatölur 1-0 fyrir Grenivíkurpilta. Staðan er þannig núna að Magni, Leiknir F. og Þróttur R. eru öll með 12 stig þegar þrjár umferðir eru eftir Þetta eru þrjú neðstu lið deildarinnar og það eru sjö stig í næsta lið, Víking Ólafsvík. Það er spennandi fallbarátta framundan.

Önnur úrslit í dag:
Lengjudeildin: Þrjár vítaspyrnur í jafntefli á Akureyri
Lengjudeildin: ÍBV úr leik í toppbaráttunni
Lengjudeildin: Leiknir R. valtaði yfir nafna sína
Athugasemdir
banner
banner