Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
banner
   fös 29. september 2023 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Papu Gomez kominn til Monza (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

AC Monza er búið að krækja í argentínska sóknartengiliðinn Papu Gómez á frjálsri sölu eftir að leikmaðurinn rifti samningi sínum við Sevilla.


Gomez er 35 ára gamall og gerir samning við Monza sem gildir út tímabilið. Hann fann aldrei taktinn hjá Sevilla og kom í heildina að 16 mörkum með beinum hætti í 90 leikjum á tveimur og hálfu ári hjá félaginu.

Þar áður var Gomez algjör lykilmaður hjá Atalanta þar sem hann spilaði 252 leiki fyrir félagið og kom að 131 marki.

Gomez var í landsliðshópi Argentínu sem vann HM í Katar í desember og vann Evrópudeildina með Sevilla í sumar en var ónotaður varamaður í úrslitaleikjunum.

Monza er með sex stig eftir sex umferðir á nýju deildartímabili á Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner