Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
Kjartan Henry: Enn eitt klaufamarkið sem við fáum á okkur
Jóhann Kristinn: Sennilega ekki spurning hvernig þessi deild endar ef þær ná því upp aftur
Óli Kristjáns: Það kemur mjög sterkt frá þeim sjálfum
Ómar Ingi ósáttur: Of margir slökktu á sér
Sandra María: Við eigum að klára svona leiki
Andri Rúnar: Líkaminn ekki verið betri síðustu 2-3 árin
Davíð Smári: Upp úr þessu agaleysi skapaðist einhver vitleysa
„Við erum að fara í Bestu!"
Haraldur Freyr eftir tap gegn Aftureldingu: Lífið heldur áfram
Sigurpáll skoraði eina mark leiksins: Trúði þessu varla sjálfur
John Andrews: Hefði bitið af þér hendina
Pétur: Þetta er það sem við vildum
Heiða Ragney: Spennandi að þetta verði úrslitaleikur
Margrét Brynja: Alltaf gaman að koma hingað
banner
   sun 29. september 2024 16:42
Hákon Dagur Guðjónsson
Andri Rúnar: Líkaminn ekki verið betri síðustu 2-3 árin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var risa leikur og ég held það hafi sýnt sig á fagnaðarlátunum við markinu og í lokin að þessi var stór!" sagði Andri Rúnar Bjarnason sem tryggði Vestra 2-1 sigur á HK í fallbaráttu Bestu-deildar karla í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 2 -  1 HK

„Það var stress í gangi hjá báðum liðum, örugglega ekki skemmtilegasti fótboltaleikurinn en síðustu 20 var hann svo opinn og mikið ping-pong. Við vorum clinical í lokin, það leit ekki út fyrir að við værum að fara að skora eftir 68 mínútur en við fengum tvö færi... reyndar var fyrra markið ekki færi, það kom upp úr engu. Við þurfum svoleiðis í fótbolta, einstaklingsgæði. Jepps sýndi það þarna að svona breytir leikjum," hélt hann áfram.

„Við vorum passívir inn á milli í fyrri hálfleiknum og ætluðum að stíga aðeins hærra upp á þá í seinni. Þeir náðu ágætis stöðum í byrjun seinni og fengu einhver hálffæri. Svo tókum við yfir leikinn meira. Við vorum undir og þurftum að gera það og vorum tilbúnir að stíga upp þegar á reyndi."

Nánar er rætt við Andra Rúnar í spilaranum að ofan.Hann ræðir þar um formið á sér sem er orðið betra en síðustu tvö til þrjú ár.

„Mér líður mjög vel í líkamanum og gengur mjög vel að halda mér ferskum á milli æfinga og leikja. Ég held ég hafi ekki verið betri síðustu 2-3 ár hvað líkamann varðar."
Athugasemdir
banner
banner
banner