Chelsea og West Ham fylgjast með Durán
   sun 29. september 2024 20:27
Brynjar Ingi Erluson
Postecoglou: Stórkostleg frammistaða
Ange Postecoglou
Ange Postecoglou
Mynd: Getty Images
Brennan Johnson skoraði gott mark
Brennan Johnson skoraði gott mark
Mynd: EPA
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, hrósaði leikmönnum sínum í hástert eftir frammistöðuna í 3-0 sigrinum á Manchester United á Old Trafford í dag.

Tottenham sundurspilaði United í Manchester og vann fjórða leik sinn í röð í öllum keppnum.

„Mér fannst frammistaðan stórkostleg. Við byrjuðum leikinn vel, skoruðum frábært mark og hefðum líklega átt að skora tvö eða þrjú. Pressan varð þeim að falli og þeir fengu rautt spjald. Eftir það fannst mér við stjórna leiknum vel, en eins og ég segi var þetta bara stórkostlegt framlag frá öllum strákunum,“ sagði Postecoglou.

Þriggja marka sigur gefur ekki nákvæma mynd af leiknum því Tottenham hefði getað unnið töluvert stærra. Postecoglou segist þó ekki svekktur yfir því að hafa ekki skorað fleiri mörk.

„Ég veit ekki hvort ég hafi verið svekktur, en ég er nú bara mannlegur. Ég var meira að hugsa um strákana. Við spiluðum ótrúlegan fótbolta og auðvitað vill maður að þeir uppskeri eftir því.“

Hann telur ekki að rauða spjaldið sem Bruno Fernandes fékk hafi breytt miklu, enda var Tottenham með yfirburði fram að því.

„Þetta voru bara afleiðingar af því hvernig við vorum að spila í leiknum. Við settum svakalega pressu á þá og sköpuðum okkur urmul af færum. Við leyfðum þeim ekki að komast af eigin vallarhelming. Þannig á heildina litið var þetta sterk frammistaða.“

Postecoglou var ánægður með byrjun leiksins. Brennan Johnson skoraði eftir tæpar þrjár mínútur en í síðustu tveimur leikjum Tottenham hafa hlutirnir ekki alveg fallið með þeim í byrjun leikja og að nú sé kominn meðbyr með liðinu.

„Maður vill byrja vel í öllum leikjum, en það hefur ekki alltaf verið raunin. Ég sagði við strákana að í síðustu tveimur leikjum fengum við mark á okkur eftir 20 sekúndur gegn Brentford og síðan var maður rekinn af velli á fyrstu átta mínútunum gegn Qarabag, þannig þetta myndi snúast um að eiga við hlutina sem gerast þarna úti á velli.“

„Þetta er fjórði sigurinn í röð og núna höfum við unnið þá á mismunandi vegu, en alltaf haldið í okkar prinsipp og hvernig við viljum spila fótbolta.“

„Þetta hjálpar. Frammistaða okkar í deildinni hefur verið góð allt árið, en við höfum ekki verið nógu beittir. Það er því mikilvægt að ná að vinna leikina í leiðinni því þú vilt að leikmennirnir séu verðlaunaðir fyrir framlagið,“
sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner
banner
banner