Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 29. október 2019 19:00
Hafliði Breiðfjörð
Sísí Lára: Staðráðin að breyta til eftir erfitt sumar
Kvenaboltinn
Sigríður Lára eftir undirskrfitina hjá FH í dag.
Sigríður Lára eftir undirskrfitina hjá FH í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá undirskriftinni í dag.
Frá undirskriftinni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að þetta komi öllum á óvart en ég var staðráðin í að breyta til eftir erfitt sumar hjá ÍBV," sagði Sigríður Lára Garðarsdóttir við Fótbolta.net í dag en hún hafði þá samið við FH um að spila með liðinu næstu tvö ár. Hún kemur til FH frá uppeldisfélagi sínu, ÍBV.

„Ég held að það sé öllum hollt að prófa eitthvað nýtt og stíga út fyrir þægindarammann."

Mörg lið í Pepsi Max-deildinni höfðu verið orðuð við hana áður en hún valdi FH í dag.

„Það voru nokkur lið sem höfðu samband og af þeim fannst mér FH og tvö önnur lið spennandi en valdi FH," sagði hún en hvað heillaði hana við FH?

„Þjálfararnir, aðstaðan og metnaðurinn í kringum félagið. Ég er mjög spennt að takast á við þetta verkefni og koma FH á þann stað sem þær eiga heima, í toppbaráttunni í Pepsi-deild."

Sigríður Lára samdi til fjögurra ára við ÍBV í fyrra og fyrr í október tilkynnti Andri Ólafsson þjálfari liðsins að hún yrði áfram hjá félaginu. Skömmu síðar rifti hún svo samningnum. Hvað kom uppá?

„Eftir að hafa hugsað mig ákvað ég að nýta uppsagnarákvæðið og taldi rétt af mér að gera það og prófa eitthvað nýtt og setja mér áskorun. Gera eitthvað fyrir sjálfa mig. Ég fer ekki ósátt frá félaginu mínu. Mér þykir voða vænt um klúbbinn minn og mun sakna þess að vera í eyjum, en er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir."

FH endaði í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í fyrrasumar og kemur því sem nýliði í Pepsi Max-deildinni. Má búast við erfiðu tímabili næsta sumar?

„Bæði og, en ég er spennt að takast á við þetta og bjartsýn. Þjálfararnir ætla að reyna að styrkkja liðið en fyrir eru frábærar stelpur og efnilegar. Þetta er ungur hópur og metnaðarfullur. Ég hlakka til að mæta á æfingu og byrja að vinna með þeim."

Sísí Lára verður þó í hópi eldri leikmanna liðsins og með 18 landsleiki á bakinu er hennar að koma með reynsluna.

„Já ég vona að ég geti haft áhrif á aðra leikmenn og er spennt fyrir því."

Sigríður Lára átti á tímabili sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins en hefur ekki fengið náð fyrir augum Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara síðan í æfingaverkefni í apríl. Hún stefnir á að endurheimta sæti sitt.

„Það er eitt að mínum markmiðum og ég fer ekkert leynt með það. Það er í mínum höndum og mitt að vinna mér fyrir því sæti.Ég verð að gera það inni á vellinum en ekki með að tala bara um það."
Athugasemdir
banner