Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. október 2020 23:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Rúnars Rúnarssonar áhrifin" þegar Arsenal hélt loksins hreinu
Rúnar Alex með boltann.
Rúnar Alex með boltann.
Mynd: Getty Images
Arsenal vann í kvöld 3-0 heimasigur á Dundalk í Evrópudeildinni. Eddie Nketiah, Joe Willock og Nicolas Pepe sáu um að skora og í markinu stóð Rúnar Alex Rúnarsson í sínum fyrsta leik fyrir félagið.

Arsenal hélt í kvöld í fyrsta sinn markinu hreinu frá því liðið vann Norwich þann 1. júlí.

Síðan hefur liðið leikið sex heimaleiki þar sem það fékk að minnsta kosti eitt mark á sig.

Í tísti frá Squawka má lesa að Rúnar Alex sé ástæðan fyrir því að Arsenal hafi haldið hreinu.




Athugasemdir
banner
banner
banner