„Tilfinningin er geggjuð. Það er ekki til betri tilfinning en að vera Meistari." sagði Ísak Snær Þorvaldsson þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 0 Víkingur R.
Ísak Snær Þorvaldsson spilaði nýja stöðu í sumar en hann spilaði mikið sem fremsti maður á þessu tímabili hjá Breiðablik. Ísak var einnig spurður hvort hann finni mun á sér frá tímabilinu núna og frá því í fyrra og talar Ísak um hann hafi verið líkamlega sterkari á þessu tímabilii en með ÍA í fyrra.
„Ég var þungur á mér á preseasoninu í fyrra hjá ÍA og náði ekki mér þá fyrr en um mitt síðasta tímabils og það var þá sem ég var færður ofar og var að nýta styrkin þar og síðan kom ég hingað og Óskar hafði trú á mér framar."
Ísak Snær Þorvaldsson er búin að semja við Rosenborg og Ísak Snær verður annar Íslendingurinn á mála hjá Rosenborg. Kristall Máni Ingason er leikmaður liðsins en hann skipti til Þrándheims frá Víkingi um mitt sumar. Ísak var spurður hvernig sá tími horfi við honum fram í Janúar.
„Ég ætla klára þetta landsliðsverkefni núna og síðan tek ég mér smá frí og síðan byrja ég að vinna aftur í Desember."
Ísak Snær er spenntur að fara út til Noregs og segist hann vera búin í sambandi við Kristal Mána.
„Ég er mjög spenntur að fara út, hitta Stalla og alla leikmennina. Þetta verður mjög spennandi. Kristall er mjög duglegur að senda á mig, hann er að elska þetta." sagði Ísak Snær Þorvaldsson