Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
banner
   lau 29. október 2022 17:02
Anton Freyr Jónsson
Ísak Snær: Það er ekki til betri tilfinning
Ísak Snær með skjöldinn eftir leik.
Ísak Snær með skjöldinn eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er geggjuð. Það er ekki til betri tilfinning en að vera Meistari." sagði Ísak Snær Þorvaldsson þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

Ísak Snær Þorvaldsson spilaði nýja stöðu í sumar en hann spilaði mikið sem fremsti maður á þessu tímabili hjá Breiðablik. Ísak var einnig spurður hvort hann finni mun á sér frá tímabilinu núna og frá því í fyrra og talar Ísak um hann hafi verið líkamlega sterkari á þessu tímabilii en með ÍA í fyrra.

„Ég var þungur á mér á preseasoninu í fyrra hjá ÍA og náði ekki mér þá fyrr en um mitt síðasta tímabils og það var þá sem ég var færður ofar og var að nýta styrkin þar og síðan kom ég hingað og Óskar hafði trú á mér framar."

Ísak Snær Þorvaldsson er búin að semja við Rosenborg og Ísak Snær verður annar Íslendingurinn á mála hjá Rosenborg. Kristall Máni Ingason er leikmaður liðsins en hann skipti til Þrándheims frá Víkingi um mitt sumar. Ísak var spurður hvernig sá tími horfi við honum fram í Janúar.

„Ég ætla klára þetta landsliðsverkefni núna og síðan tek ég mér smá frí og síðan byrja ég að vinna aftur í Desember."

Ísak Snær er spenntur að fara út til Noregs og segist hann vera búin í sambandi við Kristal Mána. 

„Ég er mjög spenntur að fara út, hitta Stalla og alla leikmennina. Þetta verður mjög spennandi. Kristall er mjög duglegur að senda á mig, hann er að elska þetta." sagði Ísak Snær Þorvaldsson





Athugasemdir
banner
banner