Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 29. október 2022 17:02
Anton Freyr Jónsson
Ísak Snær: Það er ekki til betri tilfinning
Ísak Snær með skjöldinn eftir leik.
Ísak Snær með skjöldinn eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er geggjuð. Það er ekki til betri tilfinning en að vera Meistari." sagði Ísak Snær Þorvaldsson þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

Ísak Snær Þorvaldsson spilaði nýja stöðu í sumar en hann spilaði mikið sem fremsti maður á þessu tímabili hjá Breiðablik. Ísak var einnig spurður hvort hann finni mun á sér frá tímabilinu núna og frá því í fyrra og talar Ísak um hann hafi verið líkamlega sterkari á þessu tímabilii en með ÍA í fyrra.

„Ég var þungur á mér á preseasoninu í fyrra hjá ÍA og náði ekki mér þá fyrr en um mitt síðasta tímabils og það var þá sem ég var færður ofar og var að nýta styrkin þar og síðan kom ég hingað og Óskar hafði trú á mér framar."

Ísak Snær Þorvaldsson er búin að semja við Rosenborg og Ísak Snær verður annar Íslendingurinn á mála hjá Rosenborg. Kristall Máni Ingason er leikmaður liðsins en hann skipti til Þrándheims frá Víkingi um mitt sumar. Ísak var spurður hvernig sá tími horfi við honum fram í Janúar.

„Ég ætla klára þetta landsliðsverkefni núna og síðan tek ég mér smá frí og síðan byrja ég að vinna aftur í Desember."

Ísak Snær er spenntur að fara út til Noregs og segist hann vera búin í sambandi við Kristal Mána. 

„Ég er mjög spenntur að fara út, hitta Stalla og alla leikmennina. Þetta verður mjög spennandi. Kristall er mjög duglegur að senda á mig, hann er að elska þetta." sagði Ísak Snær Þorvaldsson





Athugasemdir
banner
banner