Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 29. október 2022 17:02
Anton Freyr Jónsson
Ísak Snær: Það er ekki til betri tilfinning
Ísak Snær með skjöldinn eftir leik.
Ísak Snær með skjöldinn eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er geggjuð. Það er ekki til betri tilfinning en að vera Meistari." sagði Ísak Snær Þorvaldsson þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

Ísak Snær Þorvaldsson spilaði nýja stöðu í sumar en hann spilaði mikið sem fremsti maður á þessu tímabili hjá Breiðablik. Ísak var einnig spurður hvort hann finni mun á sér frá tímabilinu núna og frá því í fyrra og talar Ísak um hann hafi verið líkamlega sterkari á þessu tímabilii en með ÍA í fyrra.

„Ég var þungur á mér á preseasoninu í fyrra hjá ÍA og náði ekki mér þá fyrr en um mitt síðasta tímabils og það var þá sem ég var færður ofar og var að nýta styrkin þar og síðan kom ég hingað og Óskar hafði trú á mér framar."

Ísak Snær Þorvaldsson er búin að semja við Rosenborg og Ísak Snær verður annar Íslendingurinn á mála hjá Rosenborg. Kristall Máni Ingason er leikmaður liðsins en hann skipti til Þrándheims frá Víkingi um mitt sumar. Ísak var spurður hvernig sá tími horfi við honum fram í Janúar.

„Ég ætla klára þetta landsliðsverkefni núna og síðan tek ég mér smá frí og síðan byrja ég að vinna aftur í Desember."

Ísak Snær er spenntur að fara út til Noregs og segist hann vera búin í sambandi við Kristal Mána. 

„Ég er mjög spenntur að fara út, hitta Stalla og alla leikmennina. Þetta verður mjög spennandi. Kristall er mjög duglegur að senda á mig, hann er að elska þetta." sagði Ísak Snær Þorvaldsson





Athugasemdir
banner