Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
banner
   lau 29. október 2022 17:02
Anton Freyr Jónsson
Ísak Snær: Það er ekki til betri tilfinning
Ísak Snær með skjöldinn eftir leik.
Ísak Snær með skjöldinn eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Tilfinningin er geggjuð. Það er ekki til betri tilfinning en að vera Meistari." sagði Ísak Snær Þorvaldsson þegar hann var spurður hvernig tilfinningin væri


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 Víkingur R.

Ísak Snær Þorvaldsson spilaði nýja stöðu í sumar en hann spilaði mikið sem fremsti maður á þessu tímabili hjá Breiðablik. Ísak var einnig spurður hvort hann finni mun á sér frá tímabilinu núna og frá því í fyrra og talar Ísak um hann hafi verið líkamlega sterkari á þessu tímabilii en með ÍA í fyrra.

„Ég var þungur á mér á preseasoninu í fyrra hjá ÍA og náði ekki mér þá fyrr en um mitt síðasta tímabils og það var þá sem ég var færður ofar og var að nýta styrkin þar og síðan kom ég hingað og Óskar hafði trú á mér framar."

Ísak Snær Þorvaldsson er búin að semja við Rosenborg og Ísak Snær verður annar Íslendingurinn á mála hjá Rosenborg. Kristall Máni Ingason er leikmaður liðsins en hann skipti til Þrándheims frá Víkingi um mitt sumar. Ísak var spurður hvernig sá tími horfi við honum fram í Janúar.

„Ég ætla klára þetta landsliðsverkefni núna og síðan tek ég mér smá frí og síðan byrja ég að vinna aftur í Desember."

Ísak Snær er spenntur að fara út til Noregs og segist hann vera búin í sambandi við Kristal Mána. 

„Ég er mjög spenntur að fara út, hitta Stalla og alla leikmennina. Þetta verður mjög spennandi. Kristall er mjög duglegur að senda á mig, hann er að elska þetta." sagði Ísak Snær Þorvaldsson

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner