David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   þri 29. október 2024 19:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Adam Ægir fær nýjan þjálfara á Ítalíu
Adam Ægir Pálsson leikur með Perugia
Adam Ægir Pálsson leikur með Perugia
Mynd: Perugia

Ítalska félagið Perugia sem Adam Ægir Pálsson leikur með í C-deildinni á Ítalíu hefur ráðið nýjan þjálfara, Lamberto Zauli en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.


Lamberto Zauli er 53 ára Ítali sem stýrði Crotone á síðustu leiktíð en hann hefur einnig þjálfað vara-og unglingalið Juventus. 

Lamberto Zauli tekur við liðinu af Alessandro Formiano sem hafði stýrt liðinu í tæpt ár en hann tók við félaginu í desember 2023. 

Perugia situr í 11.sæti í B-riðli, rétt fyrir utan umspilssætin með þrettán stig eftir ellefu leiki.

Adam Ægir Pálsson er á láni hjá Perugia út þetta keppnistímabil frá Val en Ítalska félagið er með forkaupsrétt. Adam Ægir hefur spilað 8 leiki í öllum keppnum með Perugia á þessu tímabili og skorað 3 mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner