Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. nóvember 2021 20:30
Brynjar Ingi Erluson
Ballon d'Or: Pedri besti ungi leikmaðurinn
Pedri
Pedri
Mynd: Getty Images
Spænski táningurinn Pedri er besti ungi leikmaður ársins en hann tók við verðlaununum á sérstakri hátíð Ballon d'Or í París í Frakklandi.

Pedri var frábær með Barcelona á árinu og spilaði 53 leiki í öllum keppnum með liðinu. Hann fór þá með Spánverjum á Evrópumótið og svo beint á Ólympíuleikana.

Hann spilaði í heildina 73 leiki með félagsliði og landsliði en hann er sá fyrsti sem nær þeim merka áfanga.

Hann var valin gulldrengur ársins á dögunum og hlaut þá verðlaunin Kopa á hátíð Ballon d'Or í kvöld.

Mathijs De Ligt vann verðlaunin árið 2019 og Kylian Mbappe árið áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner