Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 29. nóvember 2021 10:47
Elvar Geir Magnússon
Efsta deild karla hefst annan í páskum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árlegur formanna- og framkvæmdastjórafundur KSÍ var haldinn síðasta laugardag í höfuðstöðvum KSÍ.

Farið var yfir mótamál og formenn starfshópa um mótamál og deildarkeppni karla og kvenna kynntu niðurstöður sinna hópa. Framundan eru frekari kynningar og samtöl við aðildarfélög um niðurstöðurnar og tillögur hópanna.

Nýtt nafn og útlit verður á efstu deild karla á næsta ári og að öllum líkindum verður nýtt fyrirkomulag með fjölgun leikja.

Í nýju keppnisfyrirkomulagi verður fjölgun leikja í deildinni en áfram tólf lið. Það má kalla þetta „dönsku leiðina" en þetta er nánast sama fyrirkomulag og er í Superliga. Deildin verður tvískipt að lokinni tvöfaldri umferð.

Smelltu hér til að lesa nánar um nýtt fyrirkomulag

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ birti á fundinum fyrstu drög að dagatali leikja en þar er miðast við að efsta deild karla, Íslandsdeildin eins og hún gæti mögulega heitið, hefjist annan í páskum, 18. apríl. Deildin hefur aldrei byrjað eins snemma. Það verður að taka hlé á deildinni í júní og september vegna landsleikjaglugga.

Efsta deild kvenna á að hefjast 25. apríl en þar verður svo langt hlé um mitt sumar vegna Evrópumóts kvennalandsliða en þar verður Ísland meðal þátttökuliða.

Hér má sjá glærukynningar frá fundinum
Athugasemdir
banner
banner
banner